Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
banner
   fim 11. desember 2025 17:07
Kári Snorrason
Evrópa: Hákon, Elías og Logi byrja - Albert á bekknum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það er þétt dagskrá í Evrópu þennan fimmtudaginn og fjölmargir íslenskir leikmenn verða í eldlínunni í leikjum sem hefjast klukkan 17:45.

Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson og hans menn í Midtjylland mæta Genk og byrjar Elías á sínum stað á milli stanga Midtjylland.

Hákon Haraldsson er í byrjunarliði Lille sem eru mættir til Sviss og mæta þar Young Boys. Lille er í ellefta sæti Evrópudeildarinnar með níu stig.

Kolbeinn Birgir Finsson er á varamannabekk Utrecht sem fær Nottingham Forrest í heimsókn.

Í Sambandsdeildinni er Albert Guðmundsson á varamannabekk Fiorentina sem mæta mætir Dynamo Kiev.

Logi Tómasson er á sínum stað í vinstri bakverði hjá Samsunspor sem mætir AEK Aþenu. Þá er Gummi Tóta jafnframt í vinstri bakvarðarstöðunni hjá FC Noah sem mætir Legia Varsjá.

Þá verður íslenskt dómarateymi að störfum í Skopje í Norður Makedóníu þar sem KF Shkendija tekur á móti Slovan Bratislava. Ívar Orri Kristjánsson er þar fremstur í flokki og dæmir leikinn .

Athugasemdir
banner
banner