Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   fim 11. desember 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin í dag - Forest og Villa eiga útileiki
Íslendingar í eldlínunni
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sjötta umferð Evrópudeildarinnar fer fram í dag og í kvöld þar sem áhugaverðir leikir eru á dagskrá.

Það eru nokkur Íslendingalið sem mæta til leiks, ásamt tveimur liðum úr ensku úrvalsdeildinni.

FC Utrecht tekur á móti Nottingham Forest í dag en Kolbeinn Birgir Finnsson er á mála hjá hollenska liðinu. Kolbeinn hefur aðeins spilað tvær mínútur á tímabilinu en er nánast alltaf á varamannabekknum. Hann hefur verið ónotaður varamaður í 23 leikjum af 26 á tímabilinu. Einu sinni kom hann inn af bekknum og tvisvar var hann ekki í hóp.

Elías Rafn Ólafsson og félagar í Midtjylland taka á móti Genk á meðan Hákon Arnar Haraldsson og liðsfélagar hans í Lille heimsækja Young Boys til Sviss.

Í kvöld eru einnig spennandi slagir þar sem Celtic tekur á móti AS Roma í spennandi slag á meðan Celta Vigo fær Bologna í heimsókn. Aston Villa heimsækir Basel til Sviss.

Freiburg og RB Salzburg eigast við og þá kíkja Daníel Tristan Guðjohnsen og félagar í Malmö í heimsókn til FC Porto. Arnór Sigurðsson verður ekki með Malmö vegna meiðsla.

Sverrir Ingi Ingason og félagar í Panathinaikos spila við Viktoria Plzen og eiga lærlingar Freys Alexanderssonar í liði Brann erfiðan heimaleik gegn Fenerbahce.

Leikir dagsins
17:45 Utrecht - Nott. Forest
17:45 Ferencvaros - Rangers
17:45 Sturm Graz - Rauða stjarnan
17:45 Ludogorets - PAOK
17:45 Midtjylland - Genk
17:45 Dinamo Zagreb - Real Betis
17:45 Stuttgart - Maccabi Tel Aviv
17:45 Young Boys - Lille
17:45 Nice - Braga
20:00 Steaua Bucharest - Feyenoord
20:00 Celtic - Roma
20:00 Celta Vigo - Bologna
20:00 Basel - Aston Villa
20:00 Freiburg - Salzburg
20:00 Panathinaikos - Viktoria Plzen
20:00 Porto - Malmö
20:00 SK Brann - Fenerbahce
20:00 Lyon - Go Ahead Eagles
Athugasemdir
banner