Naumt hjá Nottingham Forest
Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille sem tapaði óvænt gegn Young Boys í Sviss í sjöttu umferð Evrópudeildarinnar.
Hinn 18 ára gamli Ayyoub Bouaddi, miðjumaður Lille, fékk að líta rauða spjaldið eftir hálftíma leik og Young Boys fékk vítaspyrnu. Þetta Bouaddi var í banni um helgina í deildinni eftir að hafa fengið rautt spjald í þar síðustu umferð.
Hinn 18 ára gamli Ayyoub Bouaddi, miðjumaður Lille, fékk að líta rauða spjaldið eftir hálftíma leik og Young Boys fékk vítaspyrnu. Þetta Bouaddi var í banni um helgina í deildinni eftir að hafa fengið rautt spjald í þar síðustu umferð.
Berke Özer í marki Lille varði vítið og einnig frákastið. Hann var hins vegar sigraður eftir klukkutíma leik þegar Darian Males skoraði af stuttu færi og tryggði liðinu sigurinn.
Hákon spilaði 76 mínútur hjá Lille. Bæði lið eru með níu stig eftir sex umferðir.
Elías Rafn Ólafsson var í markinu hjá Midtjylland sem vann Genk 1-0. Midtjylland er á toppnum í Evrópudeildinni með 15 stig. Betis er í 2. sæti með 14 stig eftir sigur gegn Dinamo Zagreb en Antony innsiglaði sigur Betis.
Nottingham Forest vann nauman sigur gegn Utrecht þar sem Igor Jesus kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið tveimur mínútum síðar. Nottingham Forest er í 8. sæti með 11 stig en Utrecht er aðeins með eitt stig. Kolbeinn Finnsson var ónotaður varamaður í kvöld.
Utrecht 1 - 2 Nott. Forest
0-1 Arnaud Kalimuendo ('52 )
1-1 Mike van der Hoorn ('73 )
1-2 Igor Jesus ('88 )
Ferencvaros 2 - 1 Rangers
0-1 Bojan Miovski ('27 )
1-1 Bence Otvos ('45 )
2-1 Barnabas Varga ('72 )
Sturm 0 - 1 Crvena Zvezda
0-1 Mirko Ivanic ('55 )
Ludogorets 3 - 3 PAOK
1-0 Petar Stanic ('33 )
1-1 Kiril Despodov ('39 )
1-2 Alessandro Vogliacco ('48 )
2-2 Olivier Verdon ('71 )
3-2 Ivaylo Chochev ('77 )
3-3 Anestis Mythou ('90 )
Midtjylland 1 - 0 Genk
1-0 Gue-sung Cho ('17 )
Dinamo Zagreb 1 - 3 Betis
0-1 Sergi Dominguez ('31 , sjálfsmark)
0-2 Rodrigo Riquelme ('34 )
0-3 Antony ('38 )
1-3 Niko Galesic ('89 )
Stuttgart 4 - 1 Maccabi Tel Aviv
1-0 Lorenz Assignon ('24 )
2-0 Tiago Tomas ('37 )
3-0 Maximilian Mittelstadt ('50 , víti)
3-1 Roy Revivo ('52 )
4-1 Josha Vagnoman ('90 )
Young Boys 1 - 0 Lille
0-0 Chris Bedia ('35 , Misnotað víti)
1-0 Darian Males ('61 )
Rautt spjald: ,Ayyoub Bouaddi, Lille ('32)Tanguy Zoukrou, Young Boys ('90)
Nice 0 - 1 Braga
0-1 Pau Victor ('28 )
Evrópudeild UEFA
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|
Athugasemdir




