Ísak Daði Ívarsson er genginn í raðir Reynis Sandgerði og búinn að gera tveggja ára samning við félagið.
Ísak Daði er fæddur 2004 og er með 10 leiki að baki í efstu deild á Íslandi og 26 leiki í næstefstu deild.
Hann lék með Keflavík í efstu deild sumarið 2023 og hefur spilað fyrir Gróttu, Þrótt R. og ÍR í næstefstu deild.
Ísak er uppalinn hjá Víkingi R. og kom við sögu í tveimur bikarleikjum með aðalliðinu. Uppeldisfélagið lánaði hann til Venezia og öðlaðist leikmaðurinn góða reynslu með unglingaliðinu þar.
Ísak er með tvo leiki að baki fyrir U19 landslið Íslands og verður áhugavert að fylgjast með honum reyna fyrir sér í 3. deildinni. Hann á sjö leiki að baki í 3. deild eftir að hafa dvalið hjá KFK síðasta sumar.
Ísak er örvfættur kantmaður sem býr yfir góðum hraða og er leikinn með boltann.
Þá voru Óðinn Jóhannsson og Sindri Snær Reynisson að skrifa undir nýja samninga við félagið.
Athugasemdir




