Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   fim 11. desember 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pep hrósaði Rodrygo - Mínútu frá markaþurrðarmetinu
24 ára Rodrygo hefur í heildina komið að 122 mörkum í 288 leikjum með Real Madrid.
24 ára Rodrygo hefur í heildina komið að 122 mörkum í 288 leikjum með Real Madrid.
Mynd: EPA
Guardiola vann titla með Barcelona og FC Bayern áður en hann skipti til Man City.
Guardiola vann titla með Barcelona og FC Bayern áður en hann skipti til Man City.
Mynd: EPA
Brasilíski kantmaðurinn Rodrygo Goes, sem var sterklega orðaður við Manchester City síðasta sumar, var í byrjunarliði Real Madrid gegn Man City í gærkvöldi.

Hann skoraði fyrsta mark leiksins fyrir heimamenn í Madríd en gestirnir frá Manchester snéru stöðunni við og unnu 1-2.

Pep Guardiola þjálfari Man City sást spjalla stuttlega við Rodrygo að leikslokum og var spurður út í það.

„Ég labbaði upp að honum og sagði við hann hversu góður leikmaður hann er. Hann er ótrúlegur," sagði Pep.

Rodrygo elskar að skora gegn City en þetta var hans fimmta mark gegn liðinu. Hann hefur ekki skorað oftar gegn neinu öðru félagsliði.

Þetta var mjög langþráð mark fyrir Rodrygo sem var ekki búinn að skora í 32 leikjum á undan þessum. Hann var aðeins einni mínútu frá því að jafna gamalt markaþurrðarmet sem Rafael Marañón setti fyrir meira en 50 árum síðan.

Marañón var án marks í 1416 mínútur, einni mínútu lengur heldur en Rodrygo.

Til gamans má geta að þetta var í fimmtánda sinn sem City og Real Madrid mætast í Meistaradeildinni frá fyrstu innbyrðisviðureign þeirra tímabilið 2012-13.

Pep varð á sama tíma sigursælasti gestaþjálfarin í sögu Santiago Bernabéu. Þetta er í sjöunda sinn sem lærlingar hans sigra á Bernabéu.

Í heildina hafa lið undir stjórn Pep leikið 28 sinnum gegn Real Madrid og unnið 14 sinnum, gert 7 jafntefli og tapað 7.

Aðeins tveir þjálfarar hafa unnið oftar gegn Real Madrid í fótboltasögunni. Helenio Herrera með 22 sigra og Luis Aragonés með 16 sigra.
Athugasemdir
banner
banner
banner