Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
   fim 11. desember 2025 09:30
Elvar Geir Magnússon
Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa
Powerade
Sergio Ramos er fáanlegur á frjálsri sölu.
Sergio Ramos er fáanlegur á frjálsri sölu.
Mynd: EPA
Clayton Silva er orðaður við West Ham.
Clayton Silva er orðaður við West Ham.
Mynd: EPA
Man Utd gæti fengið Real Madrid goðsögn, West Ham fylgist með Clayton, Roma ræður um Joshua Zirkzee og Sunderland vill Matteo Guendouzi. Þetta og svo mikið meira í slúðurpakka dagsins.

Manchester United gæti aukið breiddina varnarlega með því að semja við reynsluboltann Sergio Ramos (39), fyrrum miðvörð Real Madrid. Ramos hefur yfirgefið mexíkóska félagið Monterrey. (Fichajes)

Roma hefur hafið viðræður um kaup á hollenska framherjanum Joshua Zirkzee (24) frá Manchester United á lánssamningi með skyldu um kaup fyrir 30 milljónir punda. (Gazzetta dello Sport)

West Ham hefur verið að fylgjast með brasilíska framherjanum Clayton Silva (26) hjá Rio Ave en hann er markahæstur í portúgölsku deildinni. (Teamtalk)

Matteo Guendouzi (26), fyrrum miðjumaður Arsenal, er á óskalista Sunderland sem hefur boðið 21,4 milljónir punda í franska landsliðsmanninn sem spilar fyrir Lazio. (Sunderland Echo)

Franski miðvörðurinn Ibrahima Konate (26) rennur út á samning hjá Liverpool næsta sumar en gæti enn skrifað undir nýjan samning á næstu vikum. (Football Insider)

Alex Oxlade-Chamberlain (32), fyrrum miðjumaður Arsenal, stefnir á að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina í janúar en hann er án félags síðan hann yfirgaf Besiktas í ágúst. (Athletic)

Enski sóknarmaðurinn Ivan Toney (29) hjá Al-Ahli mun ólíklega snúa aftur í ensku úrvalsdeildina í janúar af skattalegum ástæðum. (Talksport)

Vonir West Ham um að fá Promise David (24) frá Union Saint-Gilloise hafa minnkað þar sem kanadíski framherjinn er ekki hrifinn af því að hætta í Meistaradeildarfótbolta til að fara í fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni. (Talksport)

West Ham er að búa sig undir janúartilboð í nígeríska miðjumanninn Tochukwu Nnadi (22) hjá Zulte Waregem. (Teamtalk)

Úlfarnir gætu reynt að fá Adama Traore (29), vængmann Fulham, aftur til félagsins í janúar. (Football Insider)

Sheffield Wednesday vonast til að halda miðjumanninum Harry Amass (18) á láni frá Manchester United út tímabilið, þrátt fyrir stigafrádráttinn í Championship-deildinni. (Sun)

Chelsea hefur unnið samkeppni við Manchester City og Manchester United um ungstirnið Mohamed Zongo (16) frá Búrkína Fasó. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner