Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
banner
   fim 11. desember 2025 20:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sambandsdeildin: Albert hetja Fiorentina - Fyrsta tapið hjá Loga og félögum
Albert Guðmundsson var hetja Fiorentina
Albert Guðmundsson var hetja Fiorentina
Mynd: EPA
Logi og félagar töpuðu sínum fyrsta leik í keppninni
Logi og félagar töpuðu sínum fyrsta leik í keppninni
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Albert Guðmundsson var hetja Fiorentina þegar liðið vann Dynamo Kiyv á heimavelli í 5. umferð Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Moise Kean sá til þess að Fiorentina var með forystuna í hálfleik. Gestirnir jöfnuðu metin snemma í seinni hálfleik en Albert kom inn á fyrir Edin Dzeko á 67. mínútu og tryggði liðinu sigurinn.

Sjö mínútum eftir að Albert kom inn á átti Kean skalla sem markvörður Kiyv varði út í teiginn. Albert réðst á boltann og skoraði sigurmarkið.

Fiorentina er með níu stig í 12. sæti en Dynamo Kiyv er með þrjú stig.

Guðmundur Þórarinsson var tekinn út af í uppbótatíma þegar Noah vann Legia 2-1. Noah er með 18 stig en Legia er með þrjú. Logi Tómasson spilaði 86 mínútur í tapi Samsunspor gegn AEK.

Samsunspor komst yfir snemma leiks en AEK kom til baka í seinni hálfleik og vann 2-1. Þetta var fyrsta tap Samsunspor í keppninni en liðið missteig sig fyrst í síðustu umferð þegar liðið gerði jafntefli gegn Breiðabliki. Samsunspor er í 3. sæti með 10 stig eins og AEK sem er í 2. sæti.

Universitatea Craiova 1 - 2 Sparta Praha
0-0 Anzor Mekvabishvili ('38 , Misnotað víti)
0-1 Albion Rrahmani ('50 )
1-1 Steven Nsimba ('79 )
1-2 Matej Rynes ('89 )

Hacken 1 - 1 AEK Larnaca
0-1 Filip Helander ('65 , sjálfsmark)
1-1 Johan Hammar ('90 )

Samsunspor 1 - 2 AEK
1-0 Harold Moukoudi ('4 , sjálfsmark)
1-1 Razvan Marin ('52 )
1-2 Aboubakary Koita ('64 )

Jagiellonia 1 - 2 Rayo Vallecano
0-1 Sergio Camello ('6 )
1-1 Jesus Imaz ('44 )
1-2 Alfonso Espino ('61 )

Shkendija 2 - 0 Slovan
1-0 Kenan Bajric ('33 , sjálfsmark)
2-0 Sebastjan Spahiu ('45 )

Drita FC 0 - 3 AZ
0-1 Sven Mijnans ('17 )
0-2 Isak Jensen ('58 )
0-3 Ibrahim Sadiq ('90 )

Noah 2 - 1 Legia
0-1 Mileta Rajovic ('3 )
1-1 Matheus Aias ('57 )
2-1 Nardin Mulahusejnovic ('84 )

Fiorentina 2 - 1 Dynamo K.
1-0 Moise Kean ('18 )
1-1 Mykola Mykhaylenko ('55 )
2-1 Albert Gudmundsson ('74 )
Sambandsdeildin
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner