Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
   fim 11. desember 2025 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Setur stefnuna á fjórða Forsetabikarinn - „Feginn að því sé lokið"
Mættur aftur í Keflavík.
Mættur aftur í Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnað á Laugardalsvelli 2024.
Fagnað á Laugardalsvelli 2024.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mig langar bara að njóta þess að spila fótbolta og mér fannst Keflavík vera besti kosturinn hvað það varðar," segir Dagur Ingi Valsson sem skrifaði undir samning við Keflavík á dögunum.

Dagur Ingi kemur aftur til Keflavíkur eftir eitt og hálft tímabil með KA. Hann hóf feril sinn fyrir austan en hafði leikið í fimm og hálft tímabil með Keflavík áður en hann söðlaði um og hélt norður.

Hann æfði með Val en ákvað að skrifa undir í Keflavík. En af hverju?

„Ég er mjög hrifinn af þjálfarateyminu og fólkinu í kringum félagið, svo er margir góðir félagar í hópnum."

Skiptir máli að liðið sé í Bestu deildinni?

„Já, það gerir það, mér finnst ég eiga nóg inni í deild þeirra bestu."

„Ég held að aðdragandinn hafi verið nokkuð hefðbundinn, ég hefði eflaust getað haldið spilunum að mér og beðið, en mér fannst bara Keflavík vera skynsamlegasta skrefið."


Hvernig fannst þér tíminn hjá KA?

„Tíminn hjá KA var mjög fínn þrátt fyrir að tímabilið sem var að líða hafi ekki reynst mér vel."

„Ég var hreint ekki sáttur við tækifærin sem ég fékk í sumar, tímabilið reyndist mér mjög illa og ég er mjög feginn að því sé lokið."


Dagur Ingi byrjaði fjóra leiki í sumar, skoraði eitt mark og lagði upp tvö. Honum verður sennilega helst minnst fyrir að hafa skorað seinna mark KA í bikarúrslitaleiknum 2024. Hvernig var að innsigla bikartitilinn?

„Ég var búinn að plana fagn ef ég myndi slysast til að skora en ég steingleymdi því í tryllingnum."

Hver myndir þú segja að væri besta staða?

„Líklega bara í tíunni eins og aðrir sem hafa kannski ekki fundið sína stöðu"

Hver eru markmiðin með Keflavík?

„Forsetabikarinn er klárt markmið, þá væri ég með flesta Forsetabikara," segir Dagur Ingi léttur.

Forsetabikarinn er titill sem Hjörvar Hafliðason ákvað að veita liðinu sem endar efsta sæti neðri hlutans (7. sætinu) í Bestu deildinni. Dagur Ingi vann Forsetabikarinn 2022 með Keflavík, 2024 með KA og aftur 2025 með KA.
Athugasemdir
banner