Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
banner
   fim 11. desember 2025 12:30
Elvar Geir Magnússon
Stjóri Fiorentina um vítaatvikið með Albert: Þessu máli er lokið
Paolo Vanoli.
Paolo Vanoli.
Mynd: EPA
Paolo Vanoli, þjálfari Fiorentina, sagði í viðtali eftir tap gegn Sassuolo í ítölsku A-deildinni um síðustu helgi að Albert Guðmundsson hafi ekki viljað taka vítaspyrnu í leiknum þrátt fyrir að hafa verið vítaskytta.

Albert svaraði fyrir þessi ummæli á samfélagsmiðlum.

„Ég hef aldrei og mun aldrei neita að taka vítaspyrnu. Ég hef alltaf tekið víti fyrir félagið án nokkurra vandræða. Í gær tók annar leikmaður boltann og vildi taka spyrnuna. Ég er ekki þannig manneskja sem rífst við samherja fyrir framan fullan leikvang,“ skrifaði Albert á samfélagsmiðlum.

Það hefur gengið bölvanlega hjá Fiorentina sem er án sigurs á botni ítölsku A-deildarinnar.

Á fréttamannafundi í gær sagði Vanoli svo að þetta vítaatvik væri að baki.

„Ég vil ljúka þessu máli. Ég var fótboltamaður og núna er ég þjálfari. Það koma upp ýmis atvik í fótboltaleikjum. Það var enginn að ljúga neinu. Albert tjáði sig og sagði sannleikann, eins og ég gerði," sagði Vanoli.

Rolando Mandragora fór á punktinn og skoraði, kom Fiorentina yfir. En Sassuolo endaði með því að vinna 3-1.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 16 12 0 4 35 14 +21 36
2 Milan 16 10 5 1 27 13 +14 35
3 Napoli 16 11 1 4 24 13 +11 34
4 Roma 17 11 0 6 20 11 +9 33
5 Juventus 17 9 5 3 23 15 +8 32
6 Como 16 7 6 3 22 12 +10 27
7 Bologna 16 7 5 4 24 14 +10 26
8 Lazio 17 6 6 5 18 12 +6 24
9 Sassuolo 17 6 4 7 22 21 +1 22
10 Atalanta 17 5 7 5 20 19 +1 22
11 Udinese 17 6 4 7 18 28 -10 22
12 Cremonese 17 5 6 6 18 20 -2 21
13 Torino 17 5 5 7 17 28 -11 20
14 Cagliari 17 4 6 7 19 24 -5 18
15 Parma 16 4 5 7 11 18 -7 17
16 Lecce 16 4 4 8 11 22 -11 16
17 Genoa 17 3 5 9 17 27 -10 14
18 Verona 16 2 6 8 13 25 -12 12
19 Pisa 17 1 8 8 12 24 -12 11
20 Fiorentina 17 1 6 10 17 28 -11 9
Athugasemdir
banner
banner