Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   fim 11. desember 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sú besta framlengir við HK
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK er búið að tilkynna nýjan samning við Isabellu Evu Aradóttur sem gildir út næstu tvö keppnistímabilin.

Isabella Eva er fædd 1999 og hefur verið í lykilhlutverki í liði HK undanfarin ár.

Hún lék alla leiki liðsins nema einn í Lengjudeildinni í ár og skoraði 3 mörk, eftir að hafa sett samanlagt 15 mörk á tímabilunum 2022 og 2023, en hún missti af deildartímabilinu í fyrra vegna barnsburðar. Hún er á varamannabekknum í úrvalsliði ársins í Lengjudeild kvenna, sem þjálfarar liðanna kusu um.

Isabella stóð sig feykilega vel í sumar þrátt fyrir að hafa eignast barn í fyrra og var valin sem besti leikmaður liðsins á tímabilinu.

HK endaði í þriðja sæti Lengjudeildarinnar eftir harða baráttu við Grindavík/Njarðvík og Gróttu um annað sætið. Tveir tapleikir í fimm síðustu umferðunum gerðu það að verkum að HK missti af sæti í Bestu deildinni.

Isabella er uppalin hjá HK og hefur alla tíð leikið fyrir félagið, að undanskildum þremur leikjum í efstu deild með Breiðablik sumarið 2019. Hún hefur spilað yfir 200 leiki fyrir HK.

Isabella er með 25 mörk í 94 leikjum í næstefstu deild. Hún á einnig 24 leiki að baki í efstu deild.



Athugasemdir
banner
banner
banner