Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
banner
   fim 11. desember 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Viktor Andri semur við Leikni (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir R. hefur samið við Viktor Andra Pétursson sem er fæddur 2004.

Hann er uppalinn hjá Breiðabliki og kemur til Leiknis úr röðum Augnabliks þar sem hann hefur leikið síðustu tvö tímabil.

Viktor Andri skoraði 11 mörk í 22 leikjum með Augnablik í fyrra er venslalið Breiðabliks gerði heiðarlega tilraun til að komast upp úr 3. deildinni en mistókst.

Viktor gerir tveggja ára samning við Leikni og leikur sem miðjumaður.

Leiknir var í fallbaráttu í Lengjudeildinni í ár en bjargaði sér með þremur sigrum í síðustu fimm umferðunum.



Athugasemdir
banner
banner
banner