Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 12. janúar 2020 12:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Nuno ætlar að versla í janúar
Nuno Espirito Santo.
Nuno Espirito Santo.
Mynd: Getty Images
Wolves gerði 1-1 jafntefli við Newcastle á heimavelli í gær, gestirnir komust yfir í leiknum með marki Miguel Almiron en það var Leander Dendoncker sem jafnaði metin fyrir heimamenn.

Það eru meiðsli að hrjá leikmannahóp Wolves, Nuno Espirito Santo knattspyrnustjóri Úlfanna vill styrkja hópinn í janúar fyrir komandi átök.

„Það er augljóst að við þurfum að bæta við leikmönnum í hópinn, þetta var ekki besti leikurinn okkar, þetta var erfitt, við náðum ekki að skapa okkur mikið og þegar við gerðum það nýttum við það ekki nógu vel."

„Við þurfum leikmenn sem geta hjálpað okkur þegar við lendum í erfiðleikum eins og í dag (gær)," sagði Nuno.

Wolves fer næst á Old Trafford þar sem þeir mæta Manchester United í enska bikarnum, liðin skildu jöfn í fyrri viðureigninni og mætast því aftur á miðvikudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner