Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 12. febrúar 2024 14:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég held að hann eigi eftir að verða stórstjarna"
Rasmus Höjlund.
Rasmus Höjlund.
Mynd: EPA
Danski sóknarmaðurinn Rasmus Höjlund hefur fundið fjölina með Manchester United og er heldur betur búinn að reima á sig markaskóna.

Hann skoraði í 2-1 sigrinum gegn Aston Villa í gær og er þessi 21 árs gamli sóknarmaður núna búinn að skora fimm mörk í síðustu fimm leikjum sem hann hefur spilað fyrir United.

Paul Merson, fótboltasérfræðingur Sky Sports er á því máli að þarna sé að fæðast stórstjarna.

„Hann er með sjálfstraust og fótbolti snýst rosalega mikið um sjálfstraust," segir Merson og bætti við að hann væri að aðlagast United vel.

„Hann er góður leikmaður og ég held að hann eigi eftir að verða stórstjarna."

Höjlund var keyptur til Man Utd frá Atalanta fyrir 72 milljónir punda síðasta sumar. Hann er alls búinn að skora ellefu mörk í 29 leikjum á þessari leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner