Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   mán 12. febrúar 2024 12:00
Elvar Geir Magnússon
Markið sem öllu breytti hjá Höjlund - „Spilamennskan enn of hæg“
Rasmus Höjlund, sóknarmaður Manchester United.
Rasmus Höjlund, sóknarmaður Manchester United.
Mynd: EPA
Dion Dublin.
Dion Dublin.
Mynd: Getty Images
Danski sóknarmaðurinn Rasmus Höjlund er kominn á skrið fyrir Manchester United og skoraði í 2-1 sigrinum gegn Aston Villa í gær. Hann skoraði einnig í fyrri leiknum gegn Villa og segir Simon Stone íþróttafréttamaður BBC að það hafi verið markið sem öllu breytti.

„Fyrir fyrri viðureign United og Villa um jólin átti Rasmus Höjlund enn eftir að skora sitt yrsta úrvalsdeildarmark og sjálfstraust hans virtist vera á þrotum. En þegar United hrökk í gang og tryggði sér 3-2 sigur eftir að hafa lent tveimur mörkum undir var Höjlund hetjan þegar hann skoraði sigurmarkið," segir Stone.

„Það er óhætt að segja að það mark hafi breytt tímabili Höjlund. Hann hefur nú skorað sex mörk í sjö leikjum og fimm mörk í síðustu fimm úrvalsdeildarleikjum. Erik ten Hag hefur ávallt staðið með danska sóknarmanninum og varið þá ákvörðun að eyða 72 milljónum punda í að fá hann frá Atalanta."

Þó gengi Manchester United hafi batnað mikið þá segir Dion Dublin, sérfræðingur BBC, að ýmsir vankantar séu til staðar.

„Ég tel að Manchester United eigi enn langt í land. Ég er sammála mati Gary Neville að þeir eiga sína kafla. Stundum hugsar maður að United sé að koma til baka en fimm mínútum síðar spilar liðið of hægan fótbolta," segir Dublin.

„Þeir spila enn of hægt fyrir minn smekk. Þeir eru með hraða menn í sókninni og ættu að vera sneggri að koma boltanum á þá. Þeir þurfa að spila eins og United er vant, koma boltanum út á vængina og inn í boxið á Rasmus Höjlund sem á að skora mörkin."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 26 18 6 2 63 25 +38 60
2 Man City 25 17 5 3 58 26 +32 56
3 Arsenal 25 17 4 4 58 22 +36 55
4 Aston Villa 26 16 4 6 56 35 +21 52
5 Tottenham 25 14 5 6 52 38 +14 47
6 Man Utd 26 14 2 10 36 36 0 44
7 Brighton 26 10 9 7 49 41 +8 39
8 Newcastle 25 11 4 10 53 41 +12 37
9 West Ham 25 10 6 9 36 44 -8 36
10 Chelsea 25 10 5 10 42 41 +1 35
11 Wolves 25 10 5 10 39 40 -1 35
12 Fulham 26 9 5 12 36 42 -6 32
13 Bournemouth 24 7 7 10 33 46 -13 28
14 Crystal Palace 26 7 7 12 31 44 -13 28
15 Brentford 25 7 4 14 35 44 -9 25
16 Nott. Forest 26 6 6 14 34 48 -14 24
17 Everton 26 8 7 11 28 34 -6 21
18 Luton 25 5 5 15 35 51 -16 20
19 Burnley 26 3 4 19 25 58 -33 13
20 Sheffield Utd 25 3 4 18 22 65 -43 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner