Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   sun 12. apríl 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neymar hafði hugsað fyrir fram um að gera grín að Haaland
Neymar.
Neymar.
Mynd: Getty Images
Haaland fagnaði báðum mörkum sínum í fyrri leiknum gegn PSG svona og með því komst hann inn í hausinn á Neymar og öðrum leikmönnum PSG.
Haaland fagnaði báðum mörkum sínum í fyrri leiknum gegn PSG svona og með því komst hann inn í hausinn á Neymar og öðrum leikmönnum PSG.
Mynd: Getty Images
Neymar hafði fyrir fram ákveðið að gera grín að Erling Braut Haaland, sóknarmanni Borussia Dortmund, fyrir leik PSG og Dortmund í Meistaradeildinni. Marquinhos, liðsfélagi Neymar hjá PSG, segir frá þessu.

Fyrri leikurinn endaði með 2-1 sigri Dortmund, en Parísarliðið vann síðari leikinn á heimavelli 2-0 og komst áfram í 8-liða úrslitin.

Neymar skoraði fyrra mark PSG í síðari leiknum og hann fagnaði með því að leika eftir fagn Haaland, 19 ára gamals framherja Dortmund.

Í viðtali við Youtube-rásina Desimpedidos sagði Marquinhos að Neymar hefði fyrir fram planað fagnið sitt. „Honum finnst þetta gaman. Neymar er ekki hræddur og hann svarar alltaf ögrunum."

„Ég sagði honum að bíða með þetta þangað til eftir leikinn en hann vildi ekki gera það."

Eftir leikinn ákvað svo leikmannahópur PSG sem heild að gera grín að Haaland og fagni hans. Neymar birti svo mynd af sér á samfélagsmiðlum að gera fagnið og skrifaði: „París er mín borg, ekki þín."

Haaland skoraði bæði mörk Dortmund í fyrri leiknum og fagnaði með því að setjast niður í stellingu eins og að hann væri að hugleiða. Hann greindi svo frá því að hann fagni mörkum sínum svona því honum finnist gaman að hugleiða. Leikmenn PSG tóku af einhverri ástæðu illa í þetta fagn hjá Norðmanninum unga.

PSG fékk áminningu frá UEFA fyrir óíþróttamannslega hegðun í kjölfar sigursins á Dortmund.

PSG, Atalanta, Atletico Madrid og RB Leipzig voru komin áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar áður en hlé var gert á keppninni, sem og öðrum keppnum, vegna kórónuveirunnar.



Athugasemdir
banner
banner