Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mán 06. maí 2024 08:11
Elvar Geir Magnússon
Samherjar í Tottenham rifust heiftarlega - „Sýnir að þeim er ekki sama“
Mönnum var heitt í hamsi.
Mönnum var heitt í hamsi.
Mynd: Skjáskot
Ange Postecoglou stjóri Tottenham segir ekkert vandamál vera vegna varnarmannana Cristian Romero og Emerson Royal sem rifust heiftarlega í hálfleik á Anfield í gær.

Liverpool hafði mikla yfirburði og vann Tottenham 4-2. Gestirnir voru heppnir að vera bara tveimur mörkum undir í hálfleik þegar Romero og Emerson létu hvorn annan heyra það. Markvörðurinn Guglielmo Vicari hljóp á vettvang til að fá samherja sína til að hætta rifrildinu.

„Ég sá þetta ekki en þetta sýnir að þeim er ekki sama. Gangur leiksins særði þá. Þetta gerir þá reiða og þeir vilja bætingu. Það er ekkert að þessu svo lengi sem þetta er uppbyggjandi," segir Postecoglou.

Möguleikar Tottenham á Meistaradeildarsæti eru nær örugglega farnir eftir slæmt gengi að undanförnu.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner