Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   fös 12. apríl 2024 20:06
Brynjar Ingi Erluson
Fengu tvö mörk á sig eftir að Nóel Atli fór af velli
Nóel Atli hefur verið að fá tækifærið í Danmörku
Nóel Atli hefur verið að fá tækifærið í Danmörku
Mynd: Aðsent
Nóel Atli Arnórsson og félagar hans í Álaborg töpuðu óvænt fyrir Hobro, 2-1, í meistararliði dönsku B-deildarinnar í kvöld.

Þessi 17 ára gamli varnarmaður hefur verið að fá tækifærið í síðustu leikjum en hann var að byrja þriðja leik sinn í röð á tímabilinu.

Nóel fór af velli á 57. mínútu en þá var staðan markalaus. Álaborg komst í forystu en fékk síðan tvö mörk á sig undir lok leiksins.

Álaborg er þrátt fyrir það áfram á toppnum með 55 stig en þetta gefur Íslendingum í SönderjyskE tækifæri á að jafna Álaborg að stigum.

Stefan Alexander Ljubicic spilaði þá allan leikinn í fremstu víglínu hjá Skövde sem tapaði fyrsta leik sínum í sænsku B-deildinni. Leiknum lauk með 2-1 sigri Sundsvall, en Srdjan Tufegdzic er þjálfari liðsins.

Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði NAC Breda sem tapaði fyrir Dordrecht, 4-1, á heimavelli í hollensku B-deildinni. Elías lék allan leikinn en Breda er í 7. sæti með 50 stig.

Rúnar Þór Sigurgeirsson sat allan tímann á varamannabekknum er Willem II vann unglinga- og varalið AZ Alkmaar, 4-1. Willem II er á toppnum 73 stig þegar fjórar umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner