Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   fös 12. apríl 2024 19:39
Brynjar Ingi Erluson
Sveindís reif tvö liðbönd í öxl
Sveindís Jane í leiknum gegn Þýskalandi
Sveindís Jane í leiknum gegn Þýskalandi
Mynd: Getty Images
Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir verður frá næstu vikur eftir að hafa rifið tvö liðbönd í öxl en þetta staðfestir hún á Instagram-síðu sinni í dag.

Sveindís meiddist illa á öxl í 3-1 tapi Íslands gegn Þýskalandi í undankeppni Evrópumótsins á þriðjudag.

Hún fór af velli eftir rúman hálftíma og var óttast að hún hafi farið úr axlarlið.

RÚV greindi frá því að hún hafi farið í ómskoðun í dag og kom í kjós að hún hafði rifið tvö liðbönd í öxl og fór því betur en á horfðist.

„Takk fyrir öll skilaboðin. Ég reif tvö liðbönd í öxl en blessunarlega mun ég getað spilað fyrr en ég átti von á,“ skrifaði Sveindís á Instagram.

Íslenska landsliðið á mikilvæga leiki gegn Austurríki í lok maí og byrjun júní, en það er vonandi að hún verði búin að ná sér fyrir þá leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner