
Sveindís Janes Jónsdóttir landsliðskona er ekki brotin og fór ekki úr lið, samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net. Hún er á leið í frekari myndatöku og skoðun en svo virðist sem betur hafi farið en á horfðist í fyrstu.
Liðsfélagi hennar hjá Wolfsburg, Kathrin Hendrich, tók hana út úr leik Þýskalands og Íslands í gær með ljótri tæklingu sem varð til þess að Sveindís lenti illa á öxlinni.
Liðsfélagi hennar hjá Wolfsburg, Kathrin Hendrich, tók hana út úr leik Þýskalands og Íslands í gær með ljótri tæklingu sem varð til þess að Sveindís lenti illa á öxlinni.
Sveindís Jane Jónsdóttir fór beint upp á spítala eftir að hafa meiðst á öxl í 3-1 tapi Íslands í Aachen.
„Sveindís er fljótasti leikmaður Evrópu og það munar um að hafa þannig leikmann í sínu liði, eins og sást í kvöld," skrifaði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, fréttamaður Fótbolta.net, sem var á leiknum í Þýskalandi.
Næsta verkefni Íslands er í lok maí er liðið spilar tvo gríðarlega mikilvæga leiki gegn Austurríki. Sex stig, eða fjögur, geta komið liðinu langleiðina á Evrópumótið. Það er svo sannarlega vonandi að Sveindís verði klár í það verkefni.
Athugasemdir