Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   sun 12. maí 2024 22:30
Haraldur Örn Haraldsson
Dóri Árna: Gengum á lagið og kláruðum þetta fagmannlega
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Fylki 3-0 í Árbænum.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  3 Breiðablik

„Ég er bara ánægður með að taka 3 stig hérna á móti sprækum Fylkismönnum. Það er alltaf gott að halda hreinu, við tökum það með okkur líka. Þannig bara ágætis frammistaða á köflum og heilt yfir höldum við bara góðri stjórn á leiknum. Ég held við höfum nú ekki fengið færi á okkur heilt yfir 90 mínúturnar, og sköpuðum þó nokkuð. Þannig ég er bara mjög sáttur með margt í leiknum."

Breiðablik skoraði fyrsta markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks, en fyrir það hafði gengið erfiðlega að skapa opin færi. Þetta mark opnaði þó leikinn töluvert í seinni hálfleik.

„Ég get alveg verið sammála þér með að við náðum ekki að skapa dauðafærið. En stöðurnar sem við fáum til að búa til eitthvað voru margar, bæði vinstra megin og hægra megin. Jason, Viktor og Höggi (Höskuldur) komast hér í fyrirgjafastöður aftur og aftur. Aron Bjarna fór illa með þá vinstra megin. Þannig sannarlega fengum við stöður til að búa til færi og gerðum það bara mjög vel. Svona eins og við lögðum upp leikinn þá vorum við að komast í stöðurnar sem við vildum koma okkur í. Þannig að já þetta var kærkomið mark og bara sanngjarnt á þeim tímapunkti fannst mér. Það breytir aðeins dýnamíkinni að vera 1-0 yfir í hálfleik. Við gengum svo á lagið fannst mér í seinni hálfleik og klárum þetta fagmannlega."

Breiðablik fær smá frí frá leikjum núna þar sem næstu leikir eru í Mjólkurbikarnum en þeir eru dottnir úr leik þar.

„Það er komin kærkomin pása fyrir okkur núna, hópurinn er búinn að vera mjög þunnur í síðustu leikjum. Við erum búnir að vera með nokkur smávægilega meiðsli og erum með nokkra leikmenn sem eru ennþá að koma sér af stað eftir meiðsli. Þannig við höfum nú 9 daga til að æfa vel og endurheimta milli leikja. Svo bara verðum við klárir í næsta leik á móti Stjörnunni og bara klárir í baráttuna áfram."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir