Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 12. maí 2024 22:30
Haraldur Örn Haraldsson
Dóri Árna: Gengum á lagið og kláruðum þetta fagmannlega
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Fylki 3-0 í Árbænum.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  3 Breiðablik

„Ég er bara ánægður með að taka 3 stig hérna á móti sprækum Fylkismönnum. Það er alltaf gott að halda hreinu, við tökum það með okkur líka. Þannig bara ágætis frammistaða á köflum og heilt yfir höldum við bara góðri stjórn á leiknum. Ég held við höfum nú ekki fengið færi á okkur heilt yfir 90 mínúturnar, og sköpuðum þó nokkuð. Þannig ég er bara mjög sáttur með margt í leiknum."

Breiðablik skoraði fyrsta markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks, en fyrir það hafði gengið erfiðlega að skapa opin færi. Þetta mark opnaði þó leikinn töluvert í seinni hálfleik.

„Ég get alveg verið sammála þér með að við náðum ekki að skapa dauðafærið. En stöðurnar sem við fáum til að búa til eitthvað voru margar, bæði vinstra megin og hægra megin. Jason, Viktor og Höggi (Höskuldur) komast hér í fyrirgjafastöður aftur og aftur. Aron Bjarna fór illa með þá vinstra megin. Þannig sannarlega fengum við stöður til að búa til færi og gerðum það bara mjög vel. Svona eins og við lögðum upp leikinn þá vorum við að komast í stöðurnar sem við vildum koma okkur í. Þannig að já þetta var kærkomið mark og bara sanngjarnt á þeim tímapunkti fannst mér. Það breytir aðeins dýnamíkinni að vera 1-0 yfir í hálfleik. Við gengum svo á lagið fannst mér í seinni hálfleik og klárum þetta fagmannlega."

Breiðablik fær smá frí frá leikjum núna þar sem næstu leikir eru í Mjólkurbikarnum en þeir eru dottnir úr leik þar.

„Það er komin kærkomin pása fyrir okkur núna, hópurinn er búinn að vera mjög þunnur í síðustu leikjum. Við erum búnir að vera með nokkur smávægilega meiðsli og erum með nokkra leikmenn sem eru ennþá að koma sér af stað eftir meiðsli. Þannig við höfum nú 9 daga til að æfa vel og endurheimta milli leikja. Svo bara verðum við klárir í næsta leik á móti Stjörnunni og bara klárir í baráttuna áfram."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner