Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 12. maí 2025 23:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Championship: Sheffield bætti met þegar liðið komst á Wembley
Kieffer Moore
Kieffer Moore
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sheffield Utd 3 - 0 Bristol City
1-0 Kieffer Moore ('41 )
2-0 Gustavo Hamer ('52 )
3-0 Callum O'Hare ('83 )

Sheffield United er komið í úrslit umspilsins um sæti í Úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eftir öruggan sigur á Bristol City.

Seinni leikurinn fór fram í Sheffield í kvöld en heimamenn unnu útileikinn 3-0 í síðustu viku.

Liðið bætti þremur mörkum við í kvöld en Kieffer Moore, Gustavo Hamer og Callum O'Hare skoruðu mörkin. Harrison Burrows skoraði og lagði upp í fyrri leiknum og hann lagði upp tvö mörk í kvöld.

Ekkert lið hefur unnið einvígi með sex mörkum í umspilinu en fjögur lið höfðu áður unnið með fimm mörkum. Sheffield mætir annað hvort Coventry eða Sunderland í úrslitum á Wembley. Sunderland og Coventry mætast í seinni leik liðanna á morgun en Sunderland er með 2-1 forystu.
Athugasemdir
banner