Sagan segir að Chelsea ætli sér ekki að kaupa Jadon Sancho í sumar og Lundúnafélagið sé búið að tilkynna Manchester United um það.
Sancho er á lánssamningi hjá Chelsea frá United og fylgir þeim lánssamningi kaupskylda. En Chelsea getur borgað Man Utd til að losna undan þeirri kaupskyldu. Lundúnafélagið þarf þá að borga United fimm milljónir punda.
Sancho er á lánssamningi hjá Chelsea frá United og fylgir þeim lánssamningi kaupskylda. En Chelsea getur borgað Man Utd til að losna undan þeirri kaupskyldu. Lundúnafélagið þarf þá að borga United fimm milljónir punda.
Sancho fór vel af stað með Chelsea en síðan hefur hægst verulega á honum.
Núna segir Mirror frá því að Enzo Maresca, stjóri Chelsea, vilji ekki halda í Sancho og Chelsea sé búið að láta Man Utd vita af því.
Það er spurning hvað Sancho gerir næst en hann virðist ekki heldur eiga framtíð hjá Man Utd. Hann hefur alltaf spilað vel í Þýskalandi og talið er að bæði Bayer Leverkusen og Borussia Dortmund hafi áhuga á honum.
Athugasemdir