Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 12. maí 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Sheffield með annan fótinn í úrslitaleiknum
Mynd: EPA
Mynd: Bristol City
Það er einn leikur á dagskrá í enska boltanum í dag þar sem Sheffield United tekur á móti Bristol City í undanúrslitum í umspilskeppni Championship deildarinnar.

Sheffield vann fyrri leikinn 0-3 á útivelli eftir að varnarmaður Bristol braut af sér innan vítateigs í uppbótartíma fyrri hálfleiks og fékk beint rautt spjald að launum.

Staðan var 0-0 þegar atvikið átti sér stað en Sheffield skoraði úr vítaspyrnunni og réðu tíu leikmenn í heimaliði Bristol ekki við gestina í síðari hálfleiknum.

Liam Manning þjálfari Bristol kvartaði að leikslokum undan ákvörðun dómarans um að gefa vítaspyrnu og rautt spjald fyrir brotið. Bristol City áfrýjaði spjaldinu en sú áfrýjun bar ekki árangur, sem vakti litla hrifningu hjá Manning.

Það er ljóst að Bristol þarf að eiga algjöran draumaleik til að snúa stöðunni við í kvöld eftir að hafa tapað stórt á heimavelli.

Sigurvegarinn mætir annað hvort Sunderland eða Coventry í úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Sunderland leiðir þá viðureign 2-1 fyrir heimaleikinn sem fer fram annað kvöld.

Leikur kvöldsins
19:00 Sheffield Utd - Bristol City
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 46 29 13 4 95 30 +65 100
2 Burnley 46 28 16 2 69 16 +53 100
3 Sheffield Utd 46 28 8 10 63 36 +27 90
4 Sunderland 46 21 13 12 58 44 +14 76
5 Coventry 46 20 9 17 64 58 +6 69
6 Bristol City 46 17 17 12 59 55 +4 68
7 Blackburn 46 19 9 18 53 48 +5 66
8 Millwall 46 18 12 16 47 49 -2 66
9 West Brom 46 15 19 12 57 47 +10 64
10 Middlesbrough 46 18 10 18 64 56 +8 64
11 Swansea 46 17 10 19 51 56 -5 61
12 Sheff Wed 46 15 13 18 60 69 -9 58
13 Norwich 46 14 15 17 71 68 +3 57
14 Watford 46 16 9 21 53 61 -8 57
15 QPR 46 14 14 18 53 63 -10 56
16 Portsmouth 46 14 12 20 58 71 -13 54
17 Oxford United 46 13 14 19 49 65 -16 53
18 Stoke City 46 12 15 19 45 62 -17 51
19 Derby County 46 13 11 22 48 56 -8 50
20 Preston NE 46 10 20 16 48 59 -11 50
21 Hull City 46 12 13 21 44 54 -10 49
22 Luton 46 13 10 23 45 69 -24 49
23 Plymouth 46 11 13 22 51 88 -37 46
24 Cardiff City 46 9 17 20 48 73 -25 44
Athugasemdir
banner