Liverpool gefst ekki upp á Isak - Newcastle vill Rashford - Gyökeres neitar að ræða við Sporting
Mættu Brasilíu og Kólumbíu - „Þetta mun vera með mér það sem eftir er"
Samúel Kári hefði átt að fá gult og Karl Friðleifur rautt
Örvar Logi: Þetta er einum of gaman til að vera ekki að gera þetta oftar
Jökull: Hefði viljað sjá Hauk vinna þetta mót
Haraldur Freyr: Það er bara réttmæt spurning
Eiður Aron: Það er náttúrulega bara frábært að vera hérna
Súrrealískt að spila við Keflavík - „Lít ennþá upp til þeirra beggja"
Siggi Höskulds: Þessi bikarleikur kom kannski ekkert á frábærum tíma
„Ætla að leyfa mér að segja að Eiður Aron sé einn besti leikmaður landsins í augnablikinu“
Best í Mjólkurbikarnum: Þá var þetta komið gott
Jói Bjarna skoraði og lagði upp: Þetta er súrt og sætt
Karl Friðleifur: Það eru mismunandi skoðanir mér er alveg sama
Donni: Leiðinlegt hvernig liðið brotnaði og varð þreyttara
Sölvi: Bjóst við rauðu spjaldi þarna
Óskar Hrafn: Þetta hjálpar mér ekkert - Ég verð bara að trúa þeim
„Eiginlega bara drullað yfir okkur"
Elmar Kári: Búinn að bíða eftir þessu
Maggi: Sýnir trúna sem við erum með
Vuk: Er kannski nær markinu og með meira sjálfstraust
Jón Þór: Stóru vandamálin liggja ekki þar
banner
   mán 12. maí 2025 23:39
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
John Andrews er þjálfari Víkings.
John Andrews er þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við gáfum mjög klaufaleg mörk, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við gerðum þrjú mistök og Þróttarar refsuðu okkur. Við sögðum við okkur, í seinni hálfleik þurfum við að spila upp á stoltið, svo komum við út í seinni hálfleik og þær skora tvö mjög góð mörk fyrir þær, fyrir okkur tvö mjög sláandi mörk. En svo bara leystu leikmennirnir keðjurnar og bara létu vaða, gerum þetta og þær gerðu það og við getum ekki verið annað en stolt af þeim, þrjú góð mörk. Við sögðum að við gætum valdið Þrótti vandræðum með krossum og þrír krossar, þrjú mörk. Það er margt sem við getum byggt á vegna þess að þær gáfu allt. Helmingurinn af þeim er lemstraður eftir leikinn, aftan í læri, í ökkla, en ég gæti ekki verið stoltari af þeim."


Lestu um leikinn: Þróttur R. 6 -  3 Víkingur R.

Þróttarar komust í 5-0 áður en að Víkingar náðu að koma boltanum í netið á 60. mínútu og skorðu þá þrjú mörk á níu mínútum, 
„Þær bara losuðu sig úr keðjunum, ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það betur hvað gerðist, þær bara spiluðu af meira frelsi. Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það á næsta stig. Ég held að leikmennirnir hafi verið hræddir um að þetta yrði sex eða sjö eða átta og það yrðir vandræðalegt og það leiddi líklega til 35 mínútna þar sem við sýndum bestu frammistöðu sem við höfum nokkurn tímann sýnt."

„Við höfum sagt það í nokkrar vikur að þetta snýst um þor, og það er að koma. Það getur verið að þetta hafi verið upphafið af því. Þetta var frábært síðustu 35 mínúturnar."

Viðtalið við John má sjá heild sinni í spilaranum hér að ofan.   


Athugasemdir
banner