
Fram 2 - 3 Valur
0-1 Nadía Atladóttir ('3 )
1-1 Lily Anna Farkas ('10 )
2-1 Alda Ólafsdóttir ('23 )
2-2 Jasmín Erla Ingadóttir ('66 )
2-3 Jordyn Rhodes ('111 )
Lestu um leikinn
0-1 Nadía Atladóttir ('3 )
1-1 Lily Anna Farkas ('10 )
2-1 Alda Ólafsdóttir ('23 )
2-2 Jasmín Erla Ingadóttir ('66 )
2-3 Jordyn Rhodes ('111 )
Lestu um leikinn
Ríkjandi bikarmeistarar Vals eru komnir áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir sigur á Fram í framlengdum leik. Valskonur náðu forystunni strax á þriðju mínútu. Hún var réttur maður á réttum stað eftir fyrirgjöf frá Ragnheiði Þórunni.
Lily Anna Farkas jafnaði metin fyrir Fram stuttu síðar með góðu skoti í fjærhornið. Fyrirliðinn Alda Ólafsdóttir kom Fram síðan yfir eftir vandræðagang í vörn Vals.
Jasmín Erla Ingadóttir jafnaði metin fyrir Val eftir fyrirgjöf frá Beglindi Rós og fleiri mörk urðu ekki skoruð í venjulegum leiktíma og framlengja þurfti því leikinn.
Framkonur komu sterkar út í seinni hálfleik framlengingarinnar. Lily Farkas átti skot sem fór í varnarmann og aftur fyrir. Stuttu síðar átti síðan Dominiqe Bond-Flasza skot sem Telma Brá Magnúsdóttir varði.
Valskonur refsuðu og Jordyn Rhodes skoraði stuttu síðar og tryggði Val sigur.
Athugasemdir