
FH og HK eru komin áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna en framlenging er í gangi á Lambhagavellinum þar sem Valur er í heimsókn hjá Fram.
Það var markalaust í hálfleik þegar Lengjudeildarlið Fylkis fékk Bestu deildarlið FH í heimsókn.
Maya Lauren Hansen hafði verið mjög lífleg í fyrri hálfleiknum en hún kom FH yfir snemma í seinni hálfleik og hún bætti öðru markinu við stuttu síðar.
Ída Marín Hermannsdóttir bætti þriðja markinu við þegar hún lék á varnarmann Fylkis og komst inn á teiginn og skoraði örugglega. Hún bætti svo öðru marki sínu og fjórða marki FH við stuttu síðar og fór langt með að tryggja liðinu sigurinn.
Eva Stefánsdóttir klóraði í bakkann fyrir Fylki en nær komust þær ekkii og sigur FH staðreynd.
Það var Lengjudeildarslagur í Kórnum þegar HK og Griindavík/Njarðvík áttust við. Karlotta Björk Andradóttir kom HK yfir snemma í seinni hálfleik eftir frábært einstakliingsframtak.
Rakel Eva Bjarnadóttir bætti öðru markinu við stuttu síðar þegar hún skoraði með skalla eftir hornspyrnu og innsiglaði sigurinn.
Það er framlenging í gangi á Lambhagavellinum þar sem Valur er í heimsókn hjá Fram. Nadía Atladóttir kom Val yfir snemma leiks en Fram svaraði með mörkum frá Lily Anna Farkas og Öldu Ólafsdóttur, það var síðan Jasmín Erla Ingadóttir sem jafnaði metin og staðan því 2-2 eftir 90 mínútur.
Fylkir 1 - 4 FH
0-1 Maya Lauren Hansen ('52 )
0-2 Maya Lauren Hansen ('55 )
0-3 Ída Marín Hermannsdóttir ('67 )
0-4 Ída Marín Hermannsdóttir ('69 )
1-4 Eva Stefánsdóttir ('75 )
Lestu um leikinn
Fram 2 - 2 Valur (framlenging í gangi)
0-1 Nadía Atladóttir ('3 )
1-1 Lily Anna Farkas ('10 )
2-1 Alda Ólafsdóttir ('23 )
2-2 Jasmín Erla Ingadóttir ('66 )
Lestu um leikinn
HK 2 - 0 Grindavík/Njarðvík
1-0 Karlotta Björk Andradóttir ('50 )
2-0 Rakel Eva Bjarnadóttir ('53 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir