Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 12. maí 2025 20:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Skoruðu níu mörk án Ronaldo - Jói Berg í harðri fallbaráttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cristiano Ronaldo var hvíldur þegar Al-Nassr rúllaði yfir Al-Okhdood í sádí arabísku deildinni í kvöld.

Jhon Duran og Sadio Mane voru á sínum stað. Mane gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur og Duran skoraði tvö. Þá komst Marcelo Brozovic einnig á blað. Ayman Yahya og Mohammed Marran skoruðu sitt markið hvor.

Al-Nassr er í 3. sæti með 63 stig. Liðið er 5 stigum á eftir Al-Hilal sem er í 2. sæti en liðið á ekki möguleika á titlinum þar sem Al-Ittihad er 11 stigum á undan þegar níu stig eru eftir í pottinum.

Al-Hilal vann öruggan 4-0 sigur á Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Al-Orobah sem eru í fallsæti. Aleksandar Mitrovic kom liðinu yfir og Sergej Milinkovic-Savic skoraði annað markið.

Al-Orobah er í 16. sæti með 30 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti þegar þrjár umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner