Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. júní 2019 11:30
Elvar Geir Magnússon
Griezmann og Lukaku voru spurðir út í sína stöðu
Antoine Griezmann.
Antoine Griezmann.
Mynd: Getty Images
Eins og venjan er á þessum tíma árs þá er nóg af slúðri í gangi í boltanum. Meðal þeirra sem eru mikið í umræðunni eru sóknarmennirnir Antoine Griezmann og Romelu Lukaku.

Griezmann vill yfirgefa Atletico Madrid og hefur mest verið orðaður við Barcelona. En Manchester United hefur líka sýnt honum áhuga.

„Það þarf að sýna þolinmæði. Auðvitað vil ég að framtíð mín skýrist en það þarf að bíða," segir Griezmann.

„Ég veit ekki hvort ég verði áfram á Spáni. Við munum kannski vita meira innan tveggja vikna. Ég vil bara spila fótbolta og njóta vinnunnar."

Sögur herma að líkurnar á því að franski sóknarmaðurinn fari til Börsunga hafi minnkað.

Griezmann var spurður út í framtíð sína eftir 4-0 sigur Frakklands gegn Andorra í gær.


Belgíski landsliðsmaðurinn Lukaku hjá Manchester United hefur verið orðaður við Inter en þar er Antonio Conte mættur við stjórnvölinn.

„Ég er samningsbundinn Manchester United. Ég mun ræða við félagið og umboðsmann minn til að taka bestu ákvörðunina," segir Lukaku en Ole Gunnar Solskjær hefur sett traust sitt á Marcus Rashford að leiða sóknarlínu United.
Athugasemdir
banner
banner
banner