Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
banner
   mið 12. júní 2024 16:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Sér ekki eftir skiptunum til Arsenal - „Vona að ég átti mig meira á því seinna"
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Gekk í raðir FC Kaupmannahafnar í janúar síðastliðnum.
Gekk í raðir FC Kaupmannahafnar í janúar síðastliðnum.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Í leik með Arsenal.
Í leik með Arsenal.
Mynd: Getty Images
Mun berjast um að vera aðalmarkvörður FCK.
Mun berjast um að vera aðalmarkvörður FCK.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það er alltaf mjög ljúft. Veðrið er misgott en það er gaman að hitta fjölskyldu og vini, spila smá golf og njóta með mínum nánustu," segir markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sem er núna í stuttu sumarfríi áður en hann fer inn í undirbúningstímabil með félagsliði sínu, FC Kaupmannahöfn.

Rúnar Alex, sem er 29 ára, gekk í raðir FC Kaupmannahafnar á lokadegi félagaskiptagluggans í janúar síðastliðnum og var varamarkvörður fyrir Kamil Grabara núna seinni hluta tímabilsins. Grabara er núna farinn til Wolfsburg og við það opnast pláss.

„Það var svekkjandi að klúðra titlinum eftir að við vorum búnir að vinna upp stórt forskot. Við vorum í bílstjórasætinu en klikkum svo bara sjálfir. Það var fúlt að vinna ekki neitt en það er rosalega gaman að vera kominn aftur til Kaupmannahafnar. Þetta er borg sem ég þekki og leið rosalega vel í. Núna eru aðrar forsendur þar sem ég á núna tvö börn og hund. Það er rosalega skemmtilegt og góð tilfinning að vera kominn aftur," segir Rúnar Alex sem lék áður með Nordsjælland fyrr á ferlinum.

Stórt afrek
Peter Christiansen, þáverandi yfirmaður fótboltamála hjá FCK, sagði við komu Rúnars að hann hefði lengi verið á lista félagsins. Rúnar Alex segir að það hafi verið komin tími til að fá ró í lífið aftur en hann hefur verið á ferð og flugi frá því hann fór til enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal árið 2020. Hann hefur farið til Belgíu, Tyrklands og Wales á láni. Núna eru hann og fjölskyldan búin að setjast að í Köben.

„Þeir höfðu reynt að fá mig áður en ég kem til þeirra núna. Tímasetningin þá var ekki rétt. Núna fannst mér vera kominn tími til að fá ró í lífið okkar. Þetta var fullkominn tímasetning fyrir alla," segir Rúnar Alex en hvernig horfir hann til baka á tímann hjá Arsenal?

„Þetta var tækifæri sem ég gat ekki sagt nei við. Ég vissi að það væri lítill möguleiki á að fá mínútur en ég spilaði samt sex eða sjö leiki. Vonandi get ég verið stoltur af þessu þegar ég hætti að spila. Ég er kannski ekki mikið að spá í því í dag. Þetta var stórt stökk og mikið flakk sem fylgdi þessu. Heilt yfir var þetta mjög jákvætt."

Hann segist ekki sjá eftir því að hafa tekið þessa ákvörðun á sínum tíma.

„Nei, auðvitað ekki. Fjárhagslega næ ég að setja mig og fjölskyldu mína upp fyrir líf eftir fótboltann. Það að hafa spilað fyrir þetta félag er stórt afrek. Ég sé alls ekki eftir þessu og er bara stoltur."

Það er ansi stórt að eiga leiki með Arsenal á ferilskránni.

„Ég vona að ég muni átta mig meira á því seinna meir. Í dag er þetta ferskt í minningunni. Þetta var allt 'eðlilegt' ef svo má að orði komast. Eftir 15-20 ár og barnabörnin fara kannski að spyrja út í þetta þá mun ég kannski fá eitthvað svona 'vá okei'. Ég vona það," segir markvörðurinn.

Berst um stöðuna
Hann er núna að fara inn í mikilvægt undirbúningstímabil þar sem hann er að fara að berjast um stöðu aðalmarkvarðar í FCK.

„Hann (Kamil Grabara) fer og þá kemur einhver nýr inn. Það þarf að vera aðalmarkvörður, varamarkvörður og þriðji markvörður. Það þarf að vera teymi og það kemur nýr markvörður inn. Það var sagt við mig frá degi eitt og ég er meðvitaður um það. Hver það verður, það verður að koma í ljós. Í stórum liðum er mikil samkeppni. Ég er tilbúinn að leggja hart að mér á undirbúningstímabilinu og berjast fyrir þessu byrjunarliðssæti. Ef það gerist, þá verður það geggjað. Ég hef mikla trú á sjálfum mér í þeirri baráttu. Það þarf líka að koma í ljós hvað þeir sækja," segir Rúnar Alex.

„Ég byrja með smá forskot þar sem ég er búinn að kynnast þjálfurunum, leikmönnunum og leikstílnum. Það er bara jákvætt. Ég er rosalega spenntur. Það er gott að fá smá frí núna en ég finn að ég er að verða spenntur að byrja aftur."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner