Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
banner
   mán 12. júlí 2021 22:47
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Eiður Ben: Að mínu mati lang þriðja-besta liðið
Kvenaboltinn
Eiður Ben, annar af þjálfurum Vals var hæstánægður með sigurinn gegn Stjörnunni í kvöld.
Eiður Ben, annar af þjálfurum Vals var hæstánægður með sigurinn gegn Stjörnunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ótrúlega ánægður að koma hingað og taka þrjú stig, þetta er að mínu mati lang þriðja-besta liðið í deildinni og þær eru búnar að vera frábærar undanfarið og við vissum að þetta yrði bara mjög erfiður leikur. Eina sem skipti máli var að taka þessi þrjú stig" sagði Eiður Benedikt Eiríksson, annar af þjálfurum Vals eftir 2-0 sigur gegn Stjörnunni á Samsungvellinum í kvöld.

Leikurinn var heldur rólegur og lítið af færum framan af. Það hlýtur því að hafa verið ákveðinn léttir að ná inn fyrsta markinu á 72. mínútu.

„Já, sérstaklega þegar það kemur svona, hún átti ekkert að taka þetta hlaup. Stundum þarf eitthvað óvænt og það kom þarna. Auðvitað er maður bara hæstánægður með það."

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 Valur

Undanúrslitaleikurinn í bikarnum gegn Blikum á föstudaginn leggst vel í Eið.

„Við vorum skipulagðar í dag og Stjörnuliðið sem er búið að vera frábært undanfarið vann að mínu mati Blikana sannfærandi um daginn og þær fengu ekki mörg færi hjá okkur í dag. Þannig varnarlega vorum við þéttar. Tempóið á boltanum hefði mátt vera betra stundum og ákvörðunartökur á síðasta þriðjung. Það má ekki gleyma því að þetta er hörkuvörn og hörkuþétt lið sem við vorum að mæta hérna í dag og það er bara erfitt að spila á móti þessum liðum," sagði Eiður.

Það hefur vakið töluverða athygli að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hafi verið varamarkmaður Vals í síðasta leik og núna í þessum. Hún verður þó ekki með þeim áfram í sumar.

„Þetta var seinni leikurinn, hún ætlaði að taka tvo leiki. Málið er að við erum með fjóra markmenn. Sandra er í markinu, við erum með Auði lánaða hjá ÍBV, svo erum við með stelpu í láni hjá KH, síðan erum við með stelpu sem var í u17 verkefni í Danmörku. Þannig í staðinn fyrir að kalla Aldísi úr KH eða Auði og kannski svolítið skemma fyrir þeim möguleikann á að spila í júlí, þá ákváðum við að gera þetta og bara sem betur fer eigum við jafn frábæra manneskju og Önnu Úrsölu í Val," sagði Eiður að lokum.
Athugasemdir
banner