Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   mán 12. júlí 2021 22:47
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Eiður Ben: Að mínu mati lang þriðja-besta liðið
Kvenaboltinn
Eiður Ben, annar af þjálfurum Vals var hæstánægður með sigurinn gegn Stjörnunni í kvöld.
Eiður Ben, annar af þjálfurum Vals var hæstánægður með sigurinn gegn Stjörnunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ótrúlega ánægður að koma hingað og taka þrjú stig, þetta er að mínu mati lang þriðja-besta liðið í deildinni og þær eru búnar að vera frábærar undanfarið og við vissum að þetta yrði bara mjög erfiður leikur. Eina sem skipti máli var að taka þessi þrjú stig" sagði Eiður Benedikt Eiríksson, annar af þjálfurum Vals eftir 2-0 sigur gegn Stjörnunni á Samsungvellinum í kvöld.

Leikurinn var heldur rólegur og lítið af færum framan af. Það hlýtur því að hafa verið ákveðinn léttir að ná inn fyrsta markinu á 72. mínútu.

„Já, sérstaklega þegar það kemur svona, hún átti ekkert að taka þetta hlaup. Stundum þarf eitthvað óvænt og það kom þarna. Auðvitað er maður bara hæstánægður með það."

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 Valur

Undanúrslitaleikurinn í bikarnum gegn Blikum á föstudaginn leggst vel í Eið.

„Við vorum skipulagðar í dag og Stjörnuliðið sem er búið að vera frábært undanfarið vann að mínu mati Blikana sannfærandi um daginn og þær fengu ekki mörg færi hjá okkur í dag. Þannig varnarlega vorum við þéttar. Tempóið á boltanum hefði mátt vera betra stundum og ákvörðunartökur á síðasta þriðjung. Það má ekki gleyma því að þetta er hörkuvörn og hörkuþétt lið sem við vorum að mæta hérna í dag og það er bara erfitt að spila á móti þessum liðum," sagði Eiður.

Það hefur vakið töluverða athygli að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hafi verið varamarkmaður Vals í síðasta leik og núna í þessum. Hún verður þó ekki með þeim áfram í sumar.

„Þetta var seinni leikurinn, hún ætlaði að taka tvo leiki. Málið er að við erum með fjóra markmenn. Sandra er í markinu, við erum með Auði lánaða hjá ÍBV, svo erum við með stelpu í láni hjá KH, síðan erum við með stelpu sem var í u17 verkefni í Danmörku. Þannig í staðinn fyrir að kalla Aldísi úr KH eða Auði og kannski svolítið skemma fyrir þeim möguleikann á að spila í júlí, þá ákváðum við að gera þetta og bara sem betur fer eigum við jafn frábæra manneskju og Önnu Úrsölu í Val," sagði Eiður að lokum.
Athugasemdir
banner