Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   mán 12. júlí 2021 22:47
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Eiður Ben: Að mínu mati lang þriðja-besta liðið
Kvenaboltinn
Eiður Ben, annar af þjálfurum Vals var hæstánægður með sigurinn gegn Stjörnunni í kvöld.
Eiður Ben, annar af þjálfurum Vals var hæstánægður með sigurinn gegn Stjörnunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ótrúlega ánægður að koma hingað og taka þrjú stig, þetta er að mínu mati lang þriðja-besta liðið í deildinni og þær eru búnar að vera frábærar undanfarið og við vissum að þetta yrði bara mjög erfiður leikur. Eina sem skipti máli var að taka þessi þrjú stig" sagði Eiður Benedikt Eiríksson, annar af þjálfurum Vals eftir 2-0 sigur gegn Stjörnunni á Samsungvellinum í kvöld.

Leikurinn var heldur rólegur og lítið af færum framan af. Það hlýtur því að hafa verið ákveðinn léttir að ná inn fyrsta markinu á 72. mínútu.

„Já, sérstaklega þegar það kemur svona, hún átti ekkert að taka þetta hlaup. Stundum þarf eitthvað óvænt og það kom þarna. Auðvitað er maður bara hæstánægður með það."

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 Valur

Undanúrslitaleikurinn í bikarnum gegn Blikum á föstudaginn leggst vel í Eið.

„Við vorum skipulagðar í dag og Stjörnuliðið sem er búið að vera frábært undanfarið vann að mínu mati Blikana sannfærandi um daginn og þær fengu ekki mörg færi hjá okkur í dag. Þannig varnarlega vorum við þéttar. Tempóið á boltanum hefði mátt vera betra stundum og ákvörðunartökur á síðasta þriðjung. Það má ekki gleyma því að þetta er hörkuvörn og hörkuþétt lið sem við vorum að mæta hérna í dag og það er bara erfitt að spila á móti þessum liðum," sagði Eiður.

Það hefur vakið töluverða athygli að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hafi verið varamarkmaður Vals í síðasta leik og núna í þessum. Hún verður þó ekki með þeim áfram í sumar.

„Þetta var seinni leikurinn, hún ætlaði að taka tvo leiki. Málið er að við erum með fjóra markmenn. Sandra er í markinu, við erum með Auði lánaða hjá ÍBV, svo erum við með stelpu í láni hjá KH, síðan erum við með stelpu sem var í u17 verkefni í Danmörku. Þannig í staðinn fyrir að kalla Aldísi úr KH eða Auði og kannski svolítið skemma fyrir þeim möguleikann á að spila í júlí, þá ákváðum við að gera þetta og bara sem betur fer eigum við jafn frábæra manneskju og Önnu Úrsölu í Val," sagði Eiður að lokum.
Athugasemdir