Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   mán 12. júlí 2021 22:47
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Eiður Ben: Að mínu mati lang þriðja-besta liðið
Eiður Ben, annar af þjálfurum Vals var hæstánægður með sigurinn gegn Stjörnunni í kvöld.
Eiður Ben, annar af þjálfurum Vals var hæstánægður með sigurinn gegn Stjörnunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ótrúlega ánægður að koma hingað og taka þrjú stig, þetta er að mínu mati lang þriðja-besta liðið í deildinni og þær eru búnar að vera frábærar undanfarið og við vissum að þetta yrði bara mjög erfiður leikur. Eina sem skipti máli var að taka þessi þrjú stig" sagði Eiður Benedikt Eiríksson, annar af þjálfurum Vals eftir 2-0 sigur gegn Stjörnunni á Samsungvellinum í kvöld.

Leikurinn var heldur rólegur og lítið af færum framan af. Það hlýtur því að hafa verið ákveðinn léttir að ná inn fyrsta markinu á 72. mínútu.

„Já, sérstaklega þegar það kemur svona, hún átti ekkert að taka þetta hlaup. Stundum þarf eitthvað óvænt og það kom þarna. Auðvitað er maður bara hæstánægður með það."

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 Valur

Undanúrslitaleikurinn í bikarnum gegn Blikum á föstudaginn leggst vel í Eið.

„Við vorum skipulagðar í dag og Stjörnuliðið sem er búið að vera frábært undanfarið vann að mínu mati Blikana sannfærandi um daginn og þær fengu ekki mörg færi hjá okkur í dag. Þannig varnarlega vorum við þéttar. Tempóið á boltanum hefði mátt vera betra stundum og ákvörðunartökur á síðasta þriðjung. Það má ekki gleyma því að þetta er hörkuvörn og hörkuþétt lið sem við vorum að mæta hérna í dag og það er bara erfitt að spila á móti þessum liðum," sagði Eiður.

Það hefur vakið töluverða athygli að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hafi verið varamarkmaður Vals í síðasta leik og núna í þessum. Hún verður þó ekki með þeim áfram í sumar.

„Þetta var seinni leikurinn, hún ætlaði að taka tvo leiki. Málið er að við erum með fjóra markmenn. Sandra er í markinu, við erum með Auði lánaða hjá ÍBV, svo erum við með stelpu í láni hjá KH, síðan erum við með stelpu sem var í u17 verkefni í Danmörku. Þannig í staðinn fyrir að kalla Aldísi úr KH eða Auði og kannski svolítið skemma fyrir þeim möguleikann á að spila í júlí, þá ákváðum við að gera þetta og bara sem betur fer eigum við jafn frábæra manneskju og Önnu Úrsölu í Val," sagði Eiður að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner