Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
banner
   mán 12. júlí 2021 22:47
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Eiður Ben: Að mínu mati lang þriðja-besta liðið
Kvenaboltinn
Eiður Ben, annar af þjálfurum Vals var hæstánægður með sigurinn gegn Stjörnunni í kvöld.
Eiður Ben, annar af þjálfurum Vals var hæstánægður með sigurinn gegn Stjörnunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ótrúlega ánægður að koma hingað og taka þrjú stig, þetta er að mínu mati lang þriðja-besta liðið í deildinni og þær eru búnar að vera frábærar undanfarið og við vissum að þetta yrði bara mjög erfiður leikur. Eina sem skipti máli var að taka þessi þrjú stig" sagði Eiður Benedikt Eiríksson, annar af þjálfurum Vals eftir 2-0 sigur gegn Stjörnunni á Samsungvellinum í kvöld.

Leikurinn var heldur rólegur og lítið af færum framan af. Það hlýtur því að hafa verið ákveðinn léttir að ná inn fyrsta markinu á 72. mínútu.

„Já, sérstaklega þegar það kemur svona, hún átti ekkert að taka þetta hlaup. Stundum þarf eitthvað óvænt og það kom þarna. Auðvitað er maður bara hæstánægður með það."

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 Valur

Undanúrslitaleikurinn í bikarnum gegn Blikum á föstudaginn leggst vel í Eið.

„Við vorum skipulagðar í dag og Stjörnuliðið sem er búið að vera frábært undanfarið vann að mínu mati Blikana sannfærandi um daginn og þær fengu ekki mörg færi hjá okkur í dag. Þannig varnarlega vorum við þéttar. Tempóið á boltanum hefði mátt vera betra stundum og ákvörðunartökur á síðasta þriðjung. Það má ekki gleyma því að þetta er hörkuvörn og hörkuþétt lið sem við vorum að mæta hérna í dag og það er bara erfitt að spila á móti þessum liðum," sagði Eiður.

Það hefur vakið töluverða athygli að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hafi verið varamarkmaður Vals í síðasta leik og núna í þessum. Hún verður þó ekki með þeim áfram í sumar.

„Þetta var seinni leikurinn, hún ætlaði að taka tvo leiki. Málið er að við erum með fjóra markmenn. Sandra er í markinu, við erum með Auði lánaða hjá ÍBV, svo erum við með stelpu í láni hjá KH, síðan erum við með stelpu sem var í u17 verkefni í Danmörku. Þannig í staðinn fyrir að kalla Aldísi úr KH eða Auði og kannski svolítið skemma fyrir þeim möguleikann á að spila í júlí, þá ákváðum við að gera þetta og bara sem betur fer eigum við jafn frábæra manneskju og Önnu Úrsölu í Val," sagði Eiður að lokum.
Athugasemdir
banner