„Algjörlega geggjaður dagur. Það er ekki annað hægt en að líða ótrúlega vel með þennan leik. Maður lítur eiginleg bara á úrslitin og það að maður sé komin á EM. Það er ógeðslega góð tilfinning," sagði Guðný Árnadóttir, leikmaður kvennalandsliðsins, eftir frækinn sigur á Þýskalandi í kvöld.
Með sigrinum var sætið á EM næsta sumar tryggt. Það er svo eitt að vinna Þýskaland, en annað að gera það 3-0.
Með sigrinum var sætið á EM næsta sumar tryggt. Það er svo eitt að vinna Þýskaland, en annað að gera það 3-0.
Lestu um leikinn: Ísland 3 - 0 Þýskaland
„Maður trúði því eiginlega ekki alveg strax eftir leik, en fannst við samt eiga það skilið, vorum geggjaðar í leiknum. Ógeðlsega gaman."
„Markmiðið var að komast á EM og gott að vera búnar að ná því í fyrri leiknum."
„Ég man ekki eftir mómenti þar sem mér fannst þær vera koma til baka. Það er ótrúlega góð tilfinning á móti svona sterku liði."
„Ég taldi mig vera viss um að hún væri rangstæð. Í augnablikinu sá ég að ég væri ekki að fara ná henni og skildi hana eftir, setti upp hendina og flaggið fór á loft."
„Það var ógeðslega gaman að spila fyrir framan allt þetta fólk. Það gefur okkur ótrúlega mikið að fá þennan stuðning, það gefur meira en fólk veit. Það var ótrúlega skemmtilegt að heyra í stelpunum sem komu af Símamótinu. Okkur langaði svolítið líka að spila fyrir þær í kvöld."
Stelpurnar fögnuðu vel og lengi áður en þær komu í viðtöl og Guðný bjóst við áframhaldandi fagnaðarlátum.
Athugasemdir