Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   fös 12. júlí 2024 20:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðný hæstánægð: Okkur langaði að spila fyrir þær í kvöld
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Algjörlega geggjaður dagur. Það er ekki annað hægt en að líða ótrúlega vel með þennan leik. Maður lítur eiginleg bara á úrslitin og það að maður sé komin á EM. Það er ógeðslega góð tilfinning," sagði Guðný Árnadóttir, leikmaður kvennalandsliðsins, eftir frækinn sigur á Þýskalandi í kvöld.

Með sigrinum var sætið á EM næsta sumar tryggt. Það er svo eitt að vinna Þýskaland, en annað að gera það 3-0.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

„Maður trúði því eiginlega ekki alveg strax eftir leik, en fannst við samt eiga það skilið, vorum geggjaðar í leiknum. Ógeðlsega gaman."

„Markmiðið var að komast á EM og gott að vera búnar að ná því í fyrri leiknum."

„Ég man ekki eftir mómenti þar sem mér fannst þær vera koma til baka. Það er ótrúlega góð tilfinning á móti svona sterku liði."

„Ég taldi mig vera viss um að hún væri rangstæð. Í augnablikinu sá ég að ég væri ekki að fara ná henni og skildi hana eftir, setti upp hendina og flaggið fór á loft."

„Það var ógeðslega gaman að spila fyrir framan allt þetta fólk. Það gefur okkur ótrúlega mikið að fá þennan stuðning, það gefur meira en fólk veit. Það var ótrúlega skemmtilegt að heyra í stelpunum sem komu af Símamótinu. Okkur langaði svolítið líka að spila fyrir þær í kvöld."


Stelpurnar fögnuðu vel og lengi áður en þær komu í viðtöl og Guðný bjóst við áframhaldandi fagnaðarlátum.
Athugasemdir
banner
banner
banner