Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen - Tottenham hefur áhuga á Solanke
‚Menn geta fylgst með honum í framtíðinni‘
Baldvin segir sinn mann hafa verðskuldað rauða spjaldið
Jakob blóðugur eftir viðskipti við Orra Sigurð: Frekar ósáttur með þetta
Túfa: Brotið á honum í tvígang og þarf að skoða staðsetninguna á Viðari
Már Ægisson: Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt
Haddi ánægður með stuðninginn - „Virkilega góður dagur fyrir KA"
Rúnar Kristins: Það lögðu allir sitt á vogarskálarnar
Viðar Örn: Get ekki beðið eftir því að skora í næsta leik
Jökull: Skiptir mig meira máli en einhverjar fyrirsagnir
Dominic: Erfitt að hafa svona stutt á milli leikja
Rúnar Páll: Ódýrt víti, gefins víti réttara sagt
Höskuldur: Ísak er sterkur strákur
Halldór Árna: Ég var ekkert sáttur við það heldur
Sveinn Gísli: Gaman að fá loksins að spila eitthvað
Heimir Guðjóns: Of margir í mínu liði sem vildu ekki fá boltann
Arnar Gunnlaugs: Sveinn Gísli, þú ert ekki að fara fet
Brynjar ósáttur: Þarf að kíkja í reglubókina
Selfyssingar með gott forskot fyrir versló - „Strákahelgi framundan"
Siggi Höskulds: Leiðtogi íslenskrar fótboltasögu
„Eini fyrirliðinn sem hefur tekið okkur á tvö stórmót"
   fös 12. júlí 2024 20:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðný hæstánægð: Okkur langaði að spila fyrir þær í kvöld
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Algjörlega geggjaður dagur. Það er ekki annað hægt en að líða ótrúlega vel með þennan leik. Maður lítur eiginleg bara á úrslitin og það að maður sé komin á EM. Það er ógeðslega góð tilfinning," sagði Guðný Árnadóttir, leikmaður kvennalandsliðsins, eftir frækinn sigur á Þýskalandi í kvöld.

Með sigrinum var sætið á EM næsta sumar tryggt. Það er svo eitt að vinna Þýskaland, en annað að gera það 3-0.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

„Maður trúði því eiginlega ekki alveg strax eftir leik, en fannst við samt eiga það skilið, vorum geggjaðar í leiknum. Ógeðlsega gaman."

„Markmiðið var að komast á EM og gott að vera búnar að ná því í fyrri leiknum."

„Ég man ekki eftir mómenti þar sem mér fannst þær vera koma til baka. Það er ótrúlega góð tilfinning á móti svona sterku liði."

„Ég taldi mig vera viss um að hún væri rangstæð. Í augnablikinu sá ég að ég væri ekki að fara ná henni og skildi hana eftir, setti upp hendina og flaggið fór á loft."

„Það var ógeðslega gaman að spila fyrir framan allt þetta fólk. Það gefur okkur ótrúlega mikið að fá þennan stuðning, það gefur meira en fólk veit. Það var ótrúlega skemmtilegt að heyra í stelpunum sem komu af Símamótinu. Okkur langaði svolítið líka að spila fyrir þær í kvöld."


Stelpurnar fögnuðu vel og lengi áður en þær komu í viðtöl og Guðný bjóst við áframhaldandi fagnaðarlátum.
Athugasemdir
banner
banner
banner