Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. ágúst 2020 19:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ólafur Karl Finsen lánaður í FH (Staðfest)
Í Kaplakrika.
Í Kaplakrika.
Mynd: FH
Ólafur Karl Finsen er genginn í raðir FH á láni frá Val út yfirstandandi tímabil.

Valur hafnaði 350 þúsund króna tilboði frá FH á dögunum en félögin náðu svo saman um lánssamning. Ólafur Karl hefur verið í þrjú tímabil hjá Val en samningur hans við félagið rennur út í haust.

Hinn 28 ára gamli Ólafur Karl hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá Valsmönnum á tímabilinu og fær núna nýja áskorun í Hafnarfirði.

Valur er á toppi Pepsi Max-deildarinnar með 19 stig. FH hefur spilað leik minna og er með 14 stig í sjötta. Íslandsmótið hefst aftur á föstudaginn.

Tilkynning FH
FH hefur náð samkomulagi við Ólaf Karl Finsen um að leika með félaginu út tímabilið 2020 að láni frá Val.

Mikil ánægja er innan FH með komu Ólafs til félagsins.

FH þakkar Val fyrir fagleg vinnubrögð vegna vistaskipta Ólafs út tímabilið.

Velkominn í Kaplakrika Óli Kalli!
Athugasemdir
banner