Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
   mán 12. ágúst 2024 09:19
Elvar Geir Magnússon
Bissouma biðst afsökunar
Mynd: Getty Images
Yves Bissouma miðjumaður Tottenham hefur beðist afsökunar á því að hafa notað hláturgas og birt myndband af því á samfélagsmiðlum.

Hann gerði sig sekan um dómgreindarleysi um helgina og birti myndband af sér nota hláturgas.

Notkun á hláturgasi hefur verið bannað með lögum á Bretlandseyjum síðan 2023.

„Ég vil biðjast afsökunar á þessum myndböndum. Þetta var alvarlegt dómgreindarleysi. Ég geri mér grein fyrir alvarleikanum og þeim slæmu áhrifum sem þetta hefur á heilsuna. Ég tek ábyrgð sem fótboltamaður og fyrirmynd," segir Bissouma.

Fjölmiðlafulltrúi Tottenham segir að málið sé til skoðunar innanhúss. Þessi 27 ára leikmaður gekk í raðir Tottenham frá Brighton á 30 milljónir punda 2022.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner