lau 12. október 2019 09:15
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Landsliðsuppgjör og Kristinn Kjærnested á X977 í dag
Frá landsliðsæfingu.
Frá landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net á X977 í dag, laugardag, verður tvískiptur. Þátturinn er milli 12 og 14.

Í fyrri hlutanum verður landsleikurinn gegn Frakklandi gerður upp. Tómas Þór, Elvar Geir og Magnús Már fara yfir frammistöðu Íslands, stöðu mála og leikinn gegn Andorra sem verður á mánudag.

Í seinni hlutanum verður Kristinn Kjærnested, formaður KR, gestur. Kristinn hefur tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri á næsta aðalfundi KR.

Kristinn hóf stjórnunarstörf hjá KR 1999 og hefur verið formaður frá 2008.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner