Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 12. október 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Bruyne: Við erum bara Belgía
Kevin de Bruyne.
Kevin de Bruyne.
Mynd: EPA
Kevin de Bruyne, besti miðjumaður í heimi, segir að það sé ekki hægt að ætlast til þess að Belgía sé í samkeppni við landslið á borð við Frakkland og Ítalíu.

Belgía er með marga frábæra leikmenn - svokallaða gullkynslóð - og hefur verið í efsta sæti heimslistans en hefur aldrei tekist að vinna neitt.

Landslið Belgíu þurfti nýverið að sætta sig við fjórða sæti í Þjóðadeildinni. Eftir að keppni lauk þar, þá var De Bruyne ekki hinn hressasti né bjartsýnasti.

„Við erum 'bara' Belgía. Það vantaði Eden Hazard og Romelu Lukaku í dag (í leiknum um þriðja sætið gegn Ítalíu). Við verðum að vera raunsæir um liðið sem við vorum með í dag."

„Ítalía, Frakkland og Spánn eru með 22 leikmenn úr hæsta gæðaflokki til að velja úr. Við erum ekki með það," sagði De Bruyne við HLN.

Besti árangur Belgíu á síðustu árum var þriðja sætið á HM 2018. Ná þeir að bæta þann árangur áður en þeirra bestu leikmenn leggja skóna á hilluna?
Athugasemdir
banner
banner
banner