Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 12. október 2021 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Samantekt af fundi Arnars: Vitum öll hvað hefur gengið á
Icelandair
Arnar Viðarsson gefur Andra Lucasi leiðbeiningar
Arnar Viðarsson gefur Andra Lucasi leiðbeiningar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Leó meiddist í gær.
Daníel Leó meiddist í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Albert skoraði tvö mörk í gær.
Albert skoraði tvö mörk í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrra marki Alberts fagnað.
Fyrra marki Alberts fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spurt var um ákvörðun Guðlaugs Victors að fara til Schalke.
Spurt var um ákvörðun Guðlaugs Victors að fara til Schalke.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson sat fyrir svörum á fréttamannafundi eftir 4-0 sigur gegn Liechtenstein í gær. Hér má nálgast allar spurningarnar og svörin sem Arnar gaf við þeim. Spurningarnar eru í tímaröð og er hægt að nálgast það efni sem þegar hefur verið fjallað um með því að smella á hlekkina hér að neðan.

Lestu um leikinn: Ísland U21 0 -  1 Portúgal U21

Hvernig fannst þér spilamennskan í 90 mínútur í kvöld?

„Ég var mjög ánægður með hvernig við byrjuðum leikinn. Mér fannst við vera að gera það sem við lögðum upp með. Við vorum að reyna að halda tempóinu mjög háu, vorum að reyna að færa boltann hratt á milli kanta. Þeir eru góðir í að loka miðsvæðinu. Þegar þeir spila 5-3-2 er erfitt að brjótast í gegnum miðjuna hjá þeim."

„Það var í rauninni það sem við lögðum upp með að halda háu tempói. Fyrsta markið sem við skoruðum var nákvæm­lega það sem við vorum búnir að tala um var það sem við töluðum um og gerðum á æfingu í gær, það var mjög jákvætt. Ég er náttúrulega mjög ánægður með að skora fjögur mörk og mjög ánægður með að halda hreinu."

„Mér fannst við vera svolítið 'sloppy' í byrjun seinni hálfleiks. Það er eitthvað sem við töluðum um í hálfleik, að halda tempóinu háu og vera ekki sloppy en það er oft þannig að það eru bara 2-3 prósent sem verður til þess að sendingarnar verða aðeins 'off' og hreyfingarnar aðeins 'off'."

„Síðustu 15-20 mínúturnar, eft­ir að við urðum manni fleiri, förum við að skapa aftur færi og við skoruðum mörk. Heilt yfir er ég sáttur, það er erfitt að stjórna svona leikjum í 90 mínútur. Við vitum að Armenía gerði jafntefli við Liechtenstein og Þýskaland vann þá 2:0 þannig að það er ekkert sjálfgefið að skora fjögur mörk. Við erum ánægðir með það.“


Arnar þakklátur fyrir „alvöru íslenska stemningu" á vellinum

Guðjohnsen á Guðjohnsen: Arnar hrósaði innkomu Sveins sérstaklega - „Það er rómantík í því"

Staðan í riðlinum með þessum sigri. Horfiru til baka, einn jafnteflisleikur breytist í sigur og þá hefði verið dauðafæri á öðru sæti. Kannski algjörir aular að vera ekki í betri stöðu?

„Við komum inn í þennan glugga með það fyrir augum að ef við hefðum tekið sex stig þá væri einhver séns. Það var ómögulegt að sjá það fyrir sér í mars hvað myndi ganga á hjá okkur. Eitt jafntefli á réttu augnabliki hefði breytt stöðunni. Það er staðan eins og hún er núna."

„Við vitum öll hvað hefur gengið á. Vinnan núna er að halda áfram að vinna með þetta lið og sjá að við séum í betri stöðu á næstu árum."


Grátlegt að skoða töfluna en Eiður hefur trú á stórmóti í framtíðinni

Það hefur verið talað um að þetta sé uppbyggingarverkefni og spilamennskan borið merki þess. Hvað helduru að þessi sigur eigi eftir að gefa liðinu upp á framhaldið að gera?

„Við höfum talað um uppbyggingarverkefni frá því í september, staðan var önnur í mars. Við erum á þeim tímapunkti að ég er að komast nær því að finna út úr því hvernig hópurinn verður á næstu árum. Ég er að komast nær því að finna tvöföldun í hverja stöðu, mér finnst við hafa tekið ákveðin skref."

„Ég er mjög sáttur með hvernig liðið hefur spilað, á móti Armeníu og í dag. Það var fúlt að vinna ekki Armeníu. Við erum að taka réttu skrefin í rétta átt. Nóvemberverkefnið verður mjög mikilvægt, góðir leikir til að komast að niðurstöðu um hópinn fyrir framtíðina."


Um Birki Bjarna: Birkir slær met Rúnars í næsta verkefni - „Verið frábær frá fyrsta degi"

Arnar um Gulla og Jóa: Mikilvægt að traustið og virðingin sé í báðar áttir

Staðan á Daníel Leó, fer meiddur af velli. Er þetta eitthvað alvarlegt?

„Hann fær höfuðhögg og eins og oft er með höfuðhögg halda menn að þeir séu í lagi til að byrja með en svo kemur hausverkurinn. Hann var allavega í lagi hérna rétt áðan þegar ég var að kveðja hann þannig að ég held að þetta sé ekkert alvarlegt"

Um Viðar Örn: „Hann gerði allt sem ég bað hann um að gera"

Hver var munurinn á þessum leik í kvöld miðað við leikinn í Liechtenstein [4-1 sigur], var þetta auðveldara í kvöld?

„Mér fannst leikirnir svipaðir. Í báðum leikjunum skoruðum við frekar snemma. Það er erfitt að brjóta Liechtenstein niður og ef staðan er 0-0 eða 1-0 verðuru alltaf að passa þig á skyndisóknum því öll mörk liðsins koma úr skyndisóknum eða föstum leikatriðum. Við skoruðum tvö mörk í fyrri hálfleik í kvöld eins og síðast og það gerði okkur auðveldara fyrir að spila í seinni hálfleik."

Stefán Teitur tekið mjög stór skref á sínum ferli - „Hlýtur að vera geggjað"

Veit að Albert vill spila fyrir miðju - Varnarvinnan mikilvægari en mörkin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner