Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 12. nóvember 2020 22:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hamren tjáði sig ekki um sína framtíð - „Erum í helvíti"
Icelandair
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands.
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Getty Images
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, var niðurlútur eftir 2-1 tap gegn Ungverjalandi í úrslitaleiknum um sæti á Evrópumótinu næsta sumar.

Ungverjar skoruðu tvö mörk seint í leiknum. Gríðarlega svekkjandi fyrir Ísland sem fer ekki á þriðja stórmótið í röð.

„Þetta var mjög svekkjandi. Við byrjuðum vel og skoruðum snemma. Svo hægðist á þessu og síðari hálfleikurinn var mjög þungur. Við fengum möguleika í seinni hálfleik til að bæta við marki en virtumst ekki hafa kraft eða orku til að vinna leikinn," sagði Hamren í samtali við Stöð 2 Sport.

„Við töluðum um varnarvinnuna í hálfleik. Ég finn til með leikmönnunum. Við erum í helvíti í augnablikinu," sagði Hamren á fréttamannafundi eftir leik.

Hamren vildi ekki tjá sig um framtíð sína sem landsliðsþjálfari Íslands.
Athugasemdir
banner
banner
banner