Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
banner
   fös 12. desember 2025 14:00
Kári Snorrason
Alonso fær sparkið ef Real tapar um helgina
Mynd: EPA
Samkvæmt spænskum miðlum mun Real Madrid láta Xabi Alonso taka poka sinn ef Real tekst ekki að vinna um helgina er þeir sækja Alavés heim á sunnudaginn.

Spænskir fjölmiðlar keppast um að segja frá tíðindunum og segja þeir framtíð Alonso hanga á bláþræði.

Xabi Alonso er undir mikilli pressu eftir slakt gengi Real Madrid að undanförnu. Liðið hefur aðeins unnið tvo af síðustu átta leikjum sínum í öllum keppnum.

Talið er að Alvaro Arbeloa, stjóri varaliðsins, sé líklegastur til að taka við af Alonso verði hann rekinn. Þá hafa jafnframt verið sögusagnir hafa um endurkomu Zinedine Zidane.




Athugasemdir
banner
banner