Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
   fös 12. desember 2025 18:46
Brynjar Ingi Erluson
Antonio æfir með Leicester
Mynd: EPA
Jamaíkumaðurinn Michail Antonio er að snúa aftur á völlinn eftir eins árs fjarveru en hann æfir þessa dagana með enska B-deildarfélaginu Leicester City.

Framherjinn lenti í hræðilegu bílslysi fyrir ári síðan en náði skjótum bata.

Þá var hann samningsbundinn West Ham og byrjaði að æfa aftur í lok tímabilsins, en kom ekkert við sögu áður en tímabilinu lauk.

Samningur hans við West Ham rann út en hann fékk þó að nota aðstöðu félagsins og spilaði með U21 árs liðinu í ágúst. Einnig æfði hann með Brentford til að halda sér í formi.

Síðustu daga hefur hann æft með Leicester í B-deildinni og er hann í viðræðum um að gera stuttan samning.

Leicester er í 13. sæti deildarinnar með 28 stig.
Athugasemdir
banner
banner