Mikel Arteta, þjálfari toppliðs Arsenal, gaf lítið upp um meiðsli leikmanna á blaðamannafundi liðsins í morgun.
Meiðsli hafa herjað á Arsenal undanfarið en Arteta segir stutt í lykilmenn. Þeir Declan Rice, Leandro Trossard, Jurriën Timber, William Saliba, Gabriel og Cristhian Mosquera voru allir fjarri góðu gamni í Meistaradeildinni í vikunni.
Meiðsli hafa herjað á Arsenal undanfarið en Arteta segir stutt í lykilmenn. Þeir Declan Rice, Leandro Trossard, Jurriën Timber, William Saliba, Gabriel og Cristhian Mosquera voru allir fjarri góðu gamni í Meistaradeildinni í vikunni.
William Saliba hefur enn ekki æft með liðinu en Arteta segir fólk verða að bíða og sjá hvort að hann verði í hópnum á morgun. Þá segir Arteta það vera dagaspursmál um hvenær Jurrien Timber snýr aftur.
Declan Rice hefur verið einn albesti miðjumaðurinn í deildinni en hann glímir við veikindi.
„Við skulum sjá hvernig hann er í dag. Hann var veikur, venjulega lagast það á nokkrum dögum en við verðum að bíða og sjá hversu mikið hann getur beitt sér.“
Þá meiddist Leandro Trossard í tapinu gegn Aston Villa um síðustu helgi: Annar leikmaður þar sem þetta er spurning um daga. Hljómar kannski leiðinlega en þetta er raunveruleikinn, þannig að við vitum það ekki.“
Hafsentarnir tveir: Mosquera og Gabriel verða báðir frá út árið.
Athugasemdir




