Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
   fös 12. desember 2025 12:10
Kári Snorrason
Axel Óskar framlengir í Mosfellsbæ þrátt fyrir áhuga frá Bandaríkjunum
Lengjudeildin
Axel er fæddur árið 1998.
Axel er fæddur árið 1998.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Axel Óskar Andrésson hefur skrifað undir nýjan samning við uppeldisklúbbinn Aftureldingu sem gildir út tímabilið 2027. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net var áhugi frá Bandaríkjunum en hann ákvað að semja við Aftureldingu.

Hann gekk til liðs við félagið á síðasta ári frá KR og spilaði 24 leiki í Bestu deildinni á síðastliðnu tímabili. Afturelding endaði í neðsta sæti Bestu deildarinnar og verður í Lengjudeildinni næsta sumar.

Axel Óskar 27 ára gamall varnarmaður, uppalinn hjá Aftureldingu. Sem atvinnumaður hefur hann spilað í Englandi, Noregi, Lettlandi og Svíþjóð.

Tilkynning Aftureldingar
Varnarmaðurinn Axel Óskar Andrésson hefur skrifað undir nýjan samning við Aftureldingu sem gildir í tvö ár eða út tímabilið 2027. Axel Óskar byrjaði ungur í yngri flokkum Aftureldingar og spilaði 16 ára sitt fyrsta tímabil í meistaraflokki í Mosfellsbæ áður en hann gekk til liðs við Reading á Englandi.

Axel spilaði síðar í Noregi, Lettlandi og Svíþjóð áður en hann kom til Íslands árið 2024 og gekk í raðir KR. Síðastliðinn vetur kom Axel heim í Aftureldingu og spilaði hann stórt hlutverk með liðinu í Bestu deildinni síðastliðið sumar.

Afturelding fagnar því að Axel hafi framlengt samning sinn og spennandi verður að sjá hann taka næstu skref áfram með liðinu næstu árin.
Athugasemdir
banner
banner