Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
banner
   fös 12. desember 2025 22:04
Brynjar Ingi Erluson
Championship: WBA batt enda á sigurgöngu Sheffield United
Karlan Grant skoraði annað mark WBA
Karlan Grant skoraði annað mark WBA
Mynd: EPA
West Brom 2 - 0 Sheffield Utd
1-0 Aune Heggebo ('50 )
2-0 Karlan Grant ('61 )

WBA lagði Sheffield United, 2-0, á The Hawthorns-leikvanginum í West Bromwich í ensku B-deildinni í kvöld.

Sheffield United hafði ekki tapað í sex leikjum í röð á meðan WBA hafði tapað tveimur í röð.

Það var eiginlega hálf ótrúlegt að United hafi ekki farið inn í hálfleikinn með að minnsta kosti tveggja marka forystu. Joe Wildsmith var með vörslu á heimsmælikvarða frá Gustavo Hamer og þá fengu þeir Tyrese Campbell og Patrick Bamford góð færi til að skora.

Hálfleiksræðan hefur virkað hjá WBA en Aune Heggebo og Karlan Grant skoruðu tvö mörk á níu mínútum fyrir heimamenn.

Danny Ings var ekki langt frá því að minnka muninn en heimamenn hreinsuðu á línu og tókst þar af leiðandi að halda hreinu í annað sinn í þrettán leikjum.

WBA er í 14. sæti með 28 stig en United í 17. sæti með 23 stig.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 24 15 6 3 54 25 +29 51
2 Middlesbrough 24 12 7 5 33 25 +8 43
3 Ipswich Town 24 11 8 5 40 23 +17 41
4 Hull City 24 12 5 7 40 37 +3 41
5 Millwall 24 11 6 7 27 32 -5 39
6 Watford 24 10 8 6 34 29 +5 38
7 Preston NE 24 9 10 5 31 25 +6 37
8 Bristol City 24 10 6 8 33 27 +6 36
9 QPR 24 10 5 9 34 37 -3 35
10 Stoke City 24 10 4 10 29 23 +6 34
11 Wrexham 24 8 10 6 34 31 +3 34
12 Leicester 24 9 7 8 34 34 0 34
13 Southampton 24 8 8 8 38 34 +4 32
14 Derby County 24 8 8 8 33 33 0 32
15 Birmingham 24 8 7 9 32 31 +1 31
16 West Brom 24 9 4 11 28 32 -4 31
17 Sheffield Utd 24 9 2 13 33 37 -4 29
18 Swansea 24 8 5 11 25 31 -6 29
19 Blackburn 23 7 6 10 22 26 -4 27
20 Charlton Athletic 23 7 6 10 22 29 -7 27
21 Portsmouth 23 6 7 10 21 30 -9 25
22 Oxford United 24 5 7 12 24 33 -9 22
23 Norwich 24 5 6 13 26 36 -10 21
24 Sheff Wed 23 1 8 14 18 45 -27 -7
Athugasemdir
banner
banner