Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
   fös 12. desember 2025 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Formaður Grindavíkur: Ef Aron Jó hefur áhuga þá höfum við áhuga
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Farin til Þróttar.
Farin til Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Aron Jóhannsson, sem leystur var undan starfsskyldum hjá Val fyrr í vetur, hefur verið orðaður við Grindavík. Aron er enn á samningi hjá Val, en hefur verið beðinn um að mæta ekki á æfingar. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur aðili tengdur Grindavík heyrt í aðila tengdum Val varðandi möguleikann að fá Aron.

Fótbolti.net ræddi við Sigurð Óla Þórleifsson, formann fótboltadeildar Grindavíkur, í dag.

„Það eru engar samræður milli félaganna og ekki á milli okkar og Arons."

„En ef Aron Jóhannsson er opinn fyrir því að koma til Grindavíkur, hefur áhuga á að taka þátt í okkar verkefni, þá höfum við áhuga á því að ræða við hann,"
segir Sigurður Óli.

Fjórir nýir kynntir í gær
Þeir Rúnar Ingi Eysteinsson, Stefán Jón Friðriksson, Valur Þór Hákonarson og Robert Blakala voru kynntir sem nýir leikmenn Grindavíkur í gær.
„Það er breytt staða hjá Grindavík, við erum með unga íslenska stráka og erum í leit að reynslu. Við teljum okkur að geta boðið upp á toppaðstöðu í samstarfi með vini okkar í Haukum í vetur og svo heima í Grindavík."

„Við erum á öðrum staða en fyrir ári síðan, uppbyggingin heldur áfram. Það eru engir erlendir leikmenn í Grindavík í dag, við erum að byggja á annarri stefnu og teljum okkur vera á góðum stað með leikmannahópinn okkar í dag. Við fengum Robert Blakala frá Selfossi, hann hefur spilað í mörg ár á Íslandi. Hann kemur sem markmannsþjálfari og á að ýta á Hjörvar Daða, markmanninn okkar."

„Við erum fullir bjartsýni og hvetjum íslenska stráka til að horfa til Grindavíkur."

Óskar Adam Árna alls hins besta
Fyrirliði síðasta tímabils, Adam Árni Róbertsson, fór í ansi áhugavert viðtal þr sem hann var ekki parsáttur við viðskilnaðinn við Grindavík.
„Við óskum Adam Árna alls hins besta, við stóðum við allt okkar gagnvart honum og vonum að honum vegni vel. Grindavík gerði hann að eftirsóttum leikmanni, við erum stolt af því og stolt af framlagi Adams Árna hjá Grindavík," segir Sigurður Óli.
Athugasemdir
banner