Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
   fös 12. desember 2025 11:00
Kári Snorrason
Gakpo og Endo frá í nokkrar vikur - Isak tæpur
Mynd: EPA
Cody Gakpo og Wataru Endo, leikmenn Liverpool, verða frá í nokkrar vikur vegna meiðsla. Gakpo glímir við vöðvameiðsli en Endo ökklameiðsli.

Arne Slot, þjálfari Liverpool, greindi frá þessu á blaðamannafundi liðsins í morgun.

Federico Chiesa hefur verið að glíma við veikindi en er búinn að ná sér og verður til taks um helgina.

Þá fékk Alexander Isak högg í fyrri hálfleik gegn Inter í vikunni og verður staða hans metin í dag áður en ákveðið verður hvort hann geti byrjað á laugardag.

Slot bætti við að framherjapar skipað Isak og Ekitike sé eitthvað sem hann gæti stillt upp oftar í framtíðinni.

Liverpool mætir spræku liði Brighton klukkan 15:00 á morgun. Brighton er í áttunda sæti deildarinnar en Liverpool í því tíunda.

Athugasemdir