Grindavík kynnti til leiks fjóra nýja leikmenn í gær fyrir átökin í Lengjudeildinni næsta sumar.
Stefán Jón Friðriksson, Valur Þór Hákonarson, Rúnar Ingi Eysteinsson og Robert Blakala skrifuðu undir samninga við félagið. Þá framlengdi Viktor Guðberg Hauksson samning sinn við félagið.
Stefán Jón Friðriksson, Valur Þór Hákonarson, Rúnar Ingi Eysteinsson og Robert Blakala skrifuðu undir samninga við félagið. Þá framlengdi Viktor Guðberg Hauksson samning sinn við félagið.
Fréttatilkynningin frá Grindavík
Grindavík hefur tryggt sér fimm sterka leikmenn fyrir komandi tímabil, þar af fjóra nýja og einn sem framlengir við félagið. Skrifa þeir flestir undir tveggja ára samning.
Stefán Jón Friðriksson, 21 árs öflugur miðjumaður, kemur frá Keflavík þar sem hann lék 22 leiki á síðasta tímabili. Með honum bætist í hópinn Valur Þór Hákonarson, einnig 21 árs og uppalinn hjá Keflavík. Valur lék með Víði í 2. deild í fyrra.
Rúnar Ingi Eysteinsson, 22 ára framherji, kemur frá Þrótti Vogum þar sem hann átti frábært tímabil – spilaði 23 leiki og skoraði 12 mörk. Hann mun koma til að styrkja sóknarleik liðsins.
Það gleður okkur að fá þessa ungu og efnilegu knattspyrnumenn til félagsins, sem eru mikilvægir í uppbyggingarvinnu liðsins.
Þá hefur Viktor Guðberg framlengt samning sinn við Grindavík. Viktor þarf vart að kynna fyrir stuðningsmönnum. Hann er einn reynslumesti leikmaður liðsins og verður áfram mikilvæg stoð í hópnum.
Þá hefur Robert Blakala gert eins árs samning við félagið og verður spilandi markmannsþjálfari.
Félagið hlakkar til komandi átaka með þessum flottu leikmönnum.
Athugasemdir



