Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
   fös 12. desember 2025 20:18
Brynjar Ingi Erluson
Hlynur Sævar í Fylki (Staðfest)
Mynd: Fylkir
Hlynur Sævar Jónsson er genginn í raðir Fylkis í Lengjudeildinni, en hann kemur til félagsins frá ÍA.

Varnarmaðurinn öflugi spilaði 21 leik með Skagamönnum í Bestu deildinni í sumar og gerði þá átta mörk er þeir unnu Lengjudeildina fyrir tveimur árum.

Hlynur, sem er 26 ára gamall, á 187 leiki og 23 mörk að baki með ÍA, Kára og Víkingi Ó.

Hann hefur nú samið við Fylkismenn til næstu tveggja ára, en Fylkir hafnaði í 8. sæti með 23 stig á leiktíðinni.
Athugasemdir
banner
banner