Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
banner
   fös 12. desember 2025 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvað fékk Arne Slot í skóinn frá Stekkjastaur?
Alltaf stutt í brosið hjá Slot.
Alltaf stutt í brosið hjá Slot.
Mynd: EPA
Arne Slot og Mohamed Salah á góðri stundu.
Arne Slot og Mohamed Salah á góðri stundu.
Mynd: EPA
Síðastliðna nótt kom fyrsti jólasveinninn til byggða, Stekkjastaur. Leikmenn, stjórar og jafnvel félög í ensku úrvalsdeildinni hafa sett skóinn út í glugga í von um að fá glaðning frá jólasveinunum. Fótbolti.net ætlar að fjalla um það fram að jólum hvað jólasveinarnir eru að bjóða upp á þetta árið.

Við byrjum á því að skoða hvað Arne Slot, stjóri Liverpool, fékk í skóinn frá Stekkjastaur.

Jólastemningin hjá Liverpool er vægast sagt flókin. Sambandið hjá stjóra liðsins og helstu stjörnu liðsins, Mohamed Salah, er alls ekki gott þessa dagana.

Úrslitin hafa ekki staðið undir væntingum, frammistaðan hefur verið óstöðug og stærsta sögulínan þessa dagana er vaxandi spenna milli Slot og Salah sem venjulega ber Liverpool í gegnum köldu vetrarmánuðina.

Þegar jólasveinarnir frá Íslandi komu til Englands síðastliðna nótt ákvað Stekkjastaur að setja eitthvað sérstakt í skó Arne Slot.

Gjafabréf fyrir tvo á rólegu kaffihúsi
Gjafabréfið gildir eingöngu fyrir Slot og Salah.
- Engin taktíkstafla.
- Engir aðstoðarþjálfarar.
- Engir umboðsmenn.
- Og alls engir blaðamenn sem fela sig á bak við kökuborðið.

Bara Slot og Salah, tveir kaffibollar og samræður sem þörf er á. Geta þeir lagað samband sitt eða er þetta bara búið spil?

Á morgun sjáum við hvað Úlfarnir fengu í skóinn frá Giljagaur hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner