Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
   fös 12. desember 2025 16:50
Fótbolti.net
Mikil fjölmiðlaumfjöllun í Bosníu um íslenska fótboltaakademíu
Á þriðja tug fjölmiðla í Bosníu hafa fjallað um stuðninginn frá Íslandi, þar á meðal vefsíðan ilijas.net.
Á þriðja tug fjölmiðla í Bosníu hafa fjallað um stuðninginn frá Íslandi, þar á meðal vefsíðan ilijas.net.
Mynd: Skjáskot/ilijas.net
Yfir 20 fjölmiðlar í Bosníu hafa undanfarna daga fjallað um íslensku fótboltaakademíuna Snerpu og stuðning hennar við íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu og Her­segóvínu.

Ný umfjöllun hefur bæst við á hverjum degi síðustu daga og er augljóslega mikill áhugi í Bosníu á þessum stuðningi frá Íslandi. Um er að ræða fjölmiðla af ýmsum tegundum, meðal annars blöð og sjónvarpsstöðvar.

Greint var frá samstarfinu í ágúst en það felur í sér að hluti af því fjár­magni sem kem­ur inn í gegn­um verk­efni Snerpu renn­ur í stuðn­ing við íþrótta­iðk­un barna í Bosníu.

„Með þess­um stuðn­ingi vill aka­demí­an ekki að­eins styðja við ungt íþrótta­fólk hér heima, held­ur einnig ungt íþrótta­fólk sem býr ekki við sömu tæki­færi ann­ars­stað­ar í heim­in­um," sagði í tilkynningu í ágúst en SOS Barna­þorp­in í Bosn­íu og Her­segóvínu eru með um 190 börn á sínu fram­færi,

Stofnandi Snerpu er Mirza Hasecic sem er fæddur í Sarajevó en alinn upp á Íslandi. Faðir Mirza er Nihad Hasecic og hefur starfað sem þjálfari hér á landi í yfir 27 ár, meðal annars hjá Sindra, Grindavík og Keflavík. Hann kemur einnig að starfsemi Snerpu sem og goðsögnin Milan Stefán Jankovic.

Samstarf Snerpu við SOS Barnaþorpin felur í sér að hluti af því fjármagni sem kemur inn í gegnum æfingagjöld hjá Snerpu rennur í stuðning við íþróttaiðkun barna og ungmenna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu. Með þessum stuðningi vill Mirza ekki aðeins styðja við ungt íþróttafólk hér heima á Íslandi, heldur einnig ungt íþróttafólk sem býr ekki við sömu tækifæri annarsstaðar í heiminum.

Það er til marks um öflugt íþróttastarf hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu að drengjalið SOS barnaþorpsins í Sarajevó stóð uppi sem sigurvegari á Hope for Mundial, heimsmeistaramóti fósturbarna sem fram fór í Póllandi.
Athugasemdir
banner
banner