Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
   fös 12. desember 2025 23:39
Brynjar Ingi Erluson
Oscar ætlar að leggja skóna á hilluna
Mynd: EPA
Brasilíski fótboltamaðurinn Oscar hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en það eru brasilískir miðlar sem fullyrða þetta.

Oscar er 34 ára gamall og aðeins nokkrir mánuðir síðan hann sneri aftur heim til Brasilíu eftir átta ára dvöl í Kína.

Hann samdi við Sao Paulo en veiktist skyndilega á undirbúningstímabilinu með liðinu og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús þar sem hann var greindur með æðavíkkunaryfirlið (e. vasovagal syncope).

Brasilíumaðurinn hefur verið að íhuga næstu skref en samkvæmt O'Globo hefur hann tekið ákvörðun um að leggja skóna á hilluna og mun hann greina frá því á samfélagsmiðlum á næstu dögum.

Sao Paulo er ekki að treysta á að hann verði með á næsta tímabili og er nú unnið að því að rifta samningnum sem gildir til næstu tveggja ára.

Oscar ólst upp hjá Sao Paulo og spilaði síðan með Internacional áður en hann var seldur til Chelsea á Englandi. Þar spilaði hann í fimm ár og vann ensku úrvalsdeildina tvisvar. Hann lék 48 A-landsleiki með Brasilíu og skoraði 12 mörk.
Athugasemdir
banner
banner