Bikarmeistarar Crystal Palace eru áhugasamir um að fá velska vængmanninn Brennan Johnson frá Tottenham í janúarglugganum.
Palace vill fá fjölhæfan sóknarsinnaðan leikmann sem getur fyllt skarðið sem Ismaila Sarr mun skilja eftir sig þegar hann heldur á Afríkumótið í næstu viku.
Sky segir Johnson einn af nokkrum möguleikum sem Palace skoðar til þess að styrkja hóp liðsins.
Johnson skoraði sigurmark Tottenham sem vann Evrópudeildina í lok síðasta tímabils, en hefur aðeins byrjað sex deildarleiki undir stjórn Thomas Frank á þessari leiktíð.
Tottenham keypti Johnson frá Nottingham Forest á síðasta ári fyrir 47,5 milljónir punda.
Samkvæmt Sky vill Tottenham fá Antoine Semenyo frá Bournemouth í janúar sem gæti hjálpað Palace að landa Johnson.
Athugasemdir




